Ægir - 01.03.2001, Side 34
34
U M R Æ Ð A N
fiskeldisins á Íslandi. Sem stendur
eru þar líka helstu sóknarfærin til
þess að margfalda framleiðslu með
litlum tilkostnaði. Öflugt laxeldi
mun einnig verða lyftistöng fyrir
eldi á öðrum tegundum.
Auk hinna hefðbundnu laxfiska
er að hefjast hér á landi eldi á
ýmsum nýjum tegundum og má
þar nefna hlýsjávartegundina
barra, lúðu, sæeyra og sandhverfu.
Flest bendir til þess að eldi á þess-
um tegundum verði umfangsmik-
ið á næstu árum. Rætt er um eldi
á fleiri tegundum eins og kræk-
lingi, þorski og hlýra, þó enn sé of
snemmt að spá fyrir um framtíð
þeirra.
Aðstæður til fiskeldis á Íslandi
eru sérstakar og líklegt er að hér
verði eldisfánan fjölbreyttari en
þekkist í nágrannalöndunum.
Jarðhiti ásamt gnógt af ómeng-
uðu ferskvatni og sjó skapa góðar
forsendur fyrir eldi í kerjum á
landi. Kostir þess að ala fisk í eld-
iskerjum eru að þar má halda
kjöraðstæðum til vaxtar eldisdýr-
anna og með því að endurnýta
vatn má jafnvel halda kjörhita-
stigi hlýsjávartegunda eins og
barra. Umhverfisáhrif kerjaeldis
eru minni en annarra eldisaðferða
m.a. vegna þess að hægt er að sía
lífrænar agnir úr frárennsli stöðv-
anna. Ókostur kerjaeldisstöðva er
hins vegar sá, að það er fremur
dýrt að reisa stöðvarnar og eldis-
kostnaður er hærri en t.d. í kvía-
eldi. Mikill kostnaður við eldi á
laxi í íslenskum strandeldisstöðv-
um veldur því að þær eru ekki
samkeppnisfærar við norskar,
skoskar og írskar kvíaeldisstöðvar.
Hins vegar eru fjölmargar teg-
undir sem henta betur til kerja-
eldis en til kvíaeldis. Má þar nefna
bleikju, lúðu, sæeyru og fleiri teg-
undir. Íslendingar hafa forskot á
aðrar þjóðir á sviði fiskeldis í stór-
um kerjum. Hér er fyrir hendi
meiri sérþekking á þessu sviði en
nokkurs staðar annars staðar og
kemur okkur þar til góða rann-
sókna- og þróunarstarf undanfar-
inna ára.
Eru stjórnvöld viðbúin
vexti í fiskeldi?
Að mörgu leyti erum við illa búin
undir skyndilegan vöxt fiskeldis á
Íslandi. Það vantar alla umgjörð
um fiskeldið bæði lagalegan
ramma og reglugerðir. Það var
eins og menn byggjust ekki við
því að fiskeldi yrði nokkurn tíma
atvinnugrein sem eitthvað kvæði
að á Íslandi. Mikilvægt er að sem
fyrst verði gengið frá þessum mál-
Möguleikar á frekari vexti sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi
eru afar takmarkaður enda eru stærstu fiskveiðistofnar full-
nýttir. Fiskeldið getur veitt þessum fyrirtækjum svigrúm til
umtalsverðs vaxtar.
FÚSI SH 161 LENGDUR UM 2,5 M
SKIPAVIÐGERÐIR & BREYTINGAR
Tökum allt að
27 metra löng skip
í hús til viðgerða
Nesvegi 20 · 340 Stykkishólmur · Sími: 430 1400
Fax: 430 1402 · Netfang: skipavik@simnet.is
Plötusmíði
Rennismíði
Vélaviðgerðir
Sandblástur
Skelvinnslutæki
Gúmmíbátaþjónusta
Raflagnir
Trésmíði
Málningarvinna
Tækniþjónusta
Frystipönnur
Flotgallar
Stóll sem gælir
við þig. Hægt er
að stilla bak,
arma, setu,
snúning og
skammel.
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓
✓