Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2001, Blaðsíða 38
38 S K I P A S T Ó L L I N N Ingunn AK 150 N Ý F I S K I S K I P Mynd: Snorri Snorrason Ingunn AK er fyrsta skipið í hrinu nýrra fiskiskipa fyrir Íslend- inga frá Chile en skipið var smíð- að hjá Asmar smipasmíðastöð- inni, þeirri sömu og afgreiddi á síðasta ári nýtt hafrannsóknaskip til Íslendinga. Umboðsaðili stöðvarinnar hér á landi er BP- skip ehf. Ingunn hélt þegar í stað til loðnuveiða og hefur skipið komið vel út það sem af er. Skip- stjórar á Ingunni AK eru Mart- einn Einarsson og Guðlaugur Jónsson. Albert Sveinsson er 1. stýrimaður og Ingibergur Sig- urðsson yfirvélstjóri. Ingunn er tveggja þilfara tog- og nótaskip, tæplega 2000 tonn að stærð, búið tólf lestum fyrir farm, þar af níu með sjókælingu. Flokkunarfélag skipsins er Det norske Veritas. Burðargeta er á bilinu 1800-2000 tonn en burð- argetan er minni eftir því sem stærra hlutfall afla er í sjókæl- ingu. Aðalvél skipsins er 5900 hestöfl að stærð. Hönnun skipsins fór fram hjá Skipatækni ehf. Á bls. 42 má sjá yfirlit sem sýnir helstu mál og Í byrjun febrúar kom til heimahafnar á Akranesi tog- og nótaskipið Ing- unn AK 150, sem smíðað var í Chile fyrir Harald Böðvarsson hf. á Akra- nesi. Engum blöðum er um að fletta að Ingunn er öflugt og burðarmik- ið skip sem hefur burði til að takast á við veiðiskap á við kolmunna þar sem krafist er mikils afls og toggetu. Borgartúni 30 • 105 Reykjavík • Sími: 5 400 500 • Fax: 5 400 501 • e-mail: skipataekni@skipataekni.is Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með nýja skipið sem hannað var af Skipatækni Ingunn AK 150 Ljó sm yn d: Sn or ri Sn or ra so n w w w .a th yg li. is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.