Ægir - 01.03.2001, Page 48
48
S K I P A S T Ó L L I N N
B R E Y T T F I S K I S K I P
„Eftir breytingarnar er orðin mjög góð
vinnuaðstaða um borð, t.d. yfirbyggð
aðstaða á þilfari fyrir aðgerðina. Hún er
mikilsverð í vondum veðrum og kulda.
Við búum við það að hafa fyrsta flokks
áhöfn á skipinu sem vandar mjög til
verka og skilar hágæða hráefni að landi.
Þess vegna leggjum við upp úr að
breytingarnar á skipinu skili betri
vinnuaðstöðu fyrir áhöfnina sem hjálpar
til að halda miklum gæðum á hráefninu,“
segir Rafn Haraldsson, útgerðarmaður
Reykjaborgar. Rafn segir að með
lengingunni verði skipið stöðugra í sjó og
meira lestarrými auðveldi útgerðinni að
sækja lengra.
„Við erum á dragnót árið um kring og
hugmyndin er að geta sótt lengra vestur
og suður með landinu á sumrin. Okkar
kvóti er að mestu í kola og við gerum út
árið um kring á dragnótina. Hins vegar er
stöðugt verið að skerða kvótann hjá
þessum bátaútgerðum og okkar útgerð
hefur til að mynda þurft að búa við
skerðingu á rauðsprettu úr 250 tonnum í
68 tonn, 20-30% skerðingu í sandkola og
þannig má áfram halda. Þrátt fyrir erfitt
umhverfi leggjum við áherslu á að leggja
mikið á okkur til halda úti góðu skipi
fyrir góða áhöfn og skila sem bestu
hráefni að landi,“ segir Rafn.
Eins og áður segir voru breytingarnar
framkvæmdar hjá Ósey í Hafnarfirði en
Reykjaborg var smíðuð árið 1998 hjá
Skipasmíðastöðinni á Ísafirði.
Undirverktakar hjá Ósey í breytingunum
voru Rafboði – Garðabæ, Trésmiðjan
Brim hf. í Hafnarfirði, Sandtak, AH
pípulagnir og Klaki hf. en það fyrirtæki
smíðaði færibönd og þvottakör. Skipið
var málað með International málningu
frá Hörpu. Hönnun breytinanna var í
höndum Skipasýnar.
Reykjaborgin lengd hjá Ósey:
Bætt vinnuaðstaða
og betra sjóskip
- segir Rafn Haraldsson, útgerðarmaður
Mynd: Snorri Snorrason
Í lok febrúar lauk hjá Ósey breytingum á
dragnótabátnum Reykjaborgu RE. Skipið var lengt um
fjóra metra, yfirbyggð aðgerðaraðstaða á þilfari og
stækkað lestarrými. Eftir breytingar tekur skipið 64 kör
í lest, eða nálega helmingi meira en áður. Breytingarnar
kostuðu nálega 14 milljónum króna.