Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 13

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 13
13 Þ O R S K S T O F N I N N meðal afrakstur myndi tvöfaldast þó að stofninn yrði tvöfaldaður nú. En afrakst- urinn eykst ekki nema stofninn stækki og sé ætlunin að stækka stofninn þó ekki sé nema um 100 þús. tonn á ári þarf greinilega að minnka veiðar um helming. Sé markmiðið að byggja upp stofninn án þess að það taki áratugi dug- ar brátt ekki minna en veiðibann á þorskinn og jafnvel fæðufisk hans líka. Auknar veiðar minnka stofninn. Þar af leiðir ekki að minnkaður stofn muni auka aflann, eins og háværir hagsmuna- aðilar halda fram. Einu gildir hversu vel sú kenning er rökstudd með tilvísun í fæðuskort, ofsetna beitihaga, sjálfsát o.s.frv. Rökstuðningur sannar ekki vís- indalegar kenningar, mælingar afsanna þær. Dreifiritið á 6. mynd sýnir að minni stofn gefur minna af sér. Það sýnir rétt yfir 26% afraksturshlutfall óháð stofn- stærð. 25% aflaregla ætti þá ekki að út- rýma stofninum sé henni stranglega fylgt en hún stuðlar ekki að hraðri uppbygg- ingu hans. Samstillingin hér Það má ágætlega nota jöfnun (4) ásamt einhverri forsendu um samband sóknar- mynsturs á síðasta ári (2004) við fyrri ár til að samstilla af nákvæmni. En það má líka nota jöfnu (3) til að samstilla hvern aldurshóp án þess að gefa sér neitt um sóknarmynstrið. Það gaf sóknarmynstur 2004 líkara meðaltali áranna 2002-2003 en mynstri ársins 2003. Það sem er þá endanlega gert hér er að nota meðal sóknarmynstur 2002-2003 og samstilla með jöfnu (4) fremur en jöfnu (3). Ald- ursaflagreiningin er þá fest með: nema stuðlarnir 0.435 og 0.475 er notað- ur fyrir 3 og 4 ára aldurshópana. Það gefur eins og fyrr sagði 3,8% sóknar- aukningu, miklu nær niðurstöðu Hafró um óbreytta sókn en ekki alveg eins bjartsýn og talsvert svartsýnni en spár fiskifræðinga frá 2003 og 2004 um 17% og 14% sóknarminnkun. Niðurstaðan hlýtur að vera réttari en fyrri niðurstaða (2) um 13% sóknaraukningu því hún var ekki í neinu samræmi við stofnstærðar- spána á mynd 3. Samt gæti verið var- hugavert að afskrifa hana strax að öllu leiti sem tóma dellu. Ef hún er rétt sýnir hún að þorskar eru að skila sér verr og verr í afla, verr á síðasta ári en árið áður. Það eru þá að sjást svipaðar breytingar og urðu í Kanada fyrir hrun þorskstofn- anna. Er ég kannski líka of bjartsýnn? Stofnmælingin í mars 2005 sýndi fækkun 6 ára og mikla fækkun 7 ára fiska. Þetta er ekki það sem búist var við en það kann að vera nokkur bjartsýni að koma hér með aldursaflagreiningu sem sýnir þó nokkra fjölgun 6 og 7 ára fiska (á ár- inu 2004). Það er skrítið að stofnbreyt- ingarnar á mynd 2 skuli ganga í sitthvora áttina á því ári en þær gerðu það reynd- ar líka á árinu 1998. Sú niðurstaða að 6 og 7 ára fiskum hafi fækkað er ekki fylli- lega marktæk. Stofnmælingin sýndi mikla fjölgun 5 ára fiska en lengdardreif- ingar 5, 6 og 7 ára fiska skarast mikið. Mér finnst ekki ólíklegt að margir þess- ara töldu 5 ára fiska hafi raunverulega verið (smávaxnir) 6 og 7 ára fiskar. Ég tel það líklegri skýringu á þessari fækk- un en að sóknin hafi vaxið eins mikið og (2) sýnir. Ég tel semsagt ekki að það sé neitt bogið við samstillinguna (2) sem slíka en hún reiðir sig mest á 6 og 7 ára fiska. Ég tel fremur að forsenda (1) og (7) um óbreytt sóknarmynstur sé ekki nógu góð eða að það sé eitthvað bogið við niðurstöðu stofnmælingarinnar 2005 og því sé ekki ástæða til slíkrar svartsýni. En það er ekki gott heldur ef fiskarnir hafa stækkað minna en reiknað er með. ÞAð hefur ekki aðeins áhrif á stofn þyngdina heldur líka útreiknaðan stofn- fjölda. Það mundi valda tilfærslu milli aldurhópa í stofnmælingunni sem breytir ekki vísitölusummunni því stofnmæl- ingin telur aflann. En ársaflinn er viktaður og aflatölurnar sjálfar, fjöldi þorska í hverju aflatonni, mundi þá vera vanmetnar. Þá er sóknin C/I vanmetin, stofninn ofmetinn og niðurstaðan bara bjartsýni. English summary The results of a virtual population analysis VPA of Icelandic cod is shown. It is slightly more pessimistic than the official CAA calculation of the Marine Research Institute. The cod stock is greatly reduced, especially spawning stock biomass SSB and stock of old spawners SOS. That has reduced the recruitment and yield: Y =– Cw+B  (Y/R)(N3, which is seen to be proportional to the stock. The stock has been stable for a decade but a further reduction is likely now due to diminished food supply, possible genetic adaptation to decades of size selective overfishing (F5-10 > 0.6) and because the observed average yield/stock ratio of 26%, is no higher than the catch/stock ratio effectively allowed by the current catch rule. A simple formula (3), called here ICE (Index and Catch Equation) is presented to calculate recruitment Nk or size of the cohorts at age k in the beginning of the year, as well as B = NiwiC which is usually called the stock or biomass, and Fi the fishing mortality of age class i. It can be used to approximate or tune the VPA with what is believed to be unprecedented accuracy. Another simple and accurate formula to extrapolate the fishing stock is: B4+  (t) N3-C. Tilvísanir: Hafrannsóknastofnunin 2005. Nytjastofnar sjávar (State of Marine Stocks in Icelandic Waters) 2004/2005. Afla- horfur fiskveiðiárið (Prospects for the Quota Year) 2005/2006. www.hafro.is. Myers, R.A., Hutchings, J.A., Barrowman, N.J. 1997. Why do fish stocks collapse? Ecological Applications 7: 91- 106. Mynd 6. Afrakstur þorskstofnsins sem fall af stofnstærð hans. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 13

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.