Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2006, Síða 16

Ægir - 01.02.2006, Síða 16
16 B Á T A S M Í Ð I Hjá bátasmiðjunni Sputnik Bátum á Akranesi er nú fjórði „Sputnik 15“ báturinn í smíð- um. Þetta eru 15 tonna yfir- byggðir plastbátar en þegar hafa verið afhentir Geisli SH, Eyrarberg GK og Aron ÞH, sem er lengri útgáfa bátsins. Segja má að báturinn fullnýti smábátakerfið með núverandi reglugerð en hann mælist 11,99 brúttórúmlestir. Byggt á grunni Bátasmiðjunn- ar Knarrar „Hann er með svölum,“ segir Lárus Skúlason, skipatækni- fræðingur, um lenginguna á Aroni og þeim báti sem nú er í smíðum, en Lárus hefur um- sjón með frekari þróun bát- anna í samstarfi við Þorstein Mána Árnason og Stefán Jónsson, bátasmiði. „Svalirn- ar“ koma aftur af millidekk- inu og gefa rúmlega eins metra langt viðbótarpláss á dekkinu en mælast ekki með í tonnatölunni. Sputnik Bátar urðu til við endurreisn Bátasmiðjunnar Knarrar, en þar hófst smíði þessara yfirbyggðu og sér- stöku Sputnik Báta, sem nýja fyrirtækið er kennt við. Áhersla lögð á sjóhæfnina Ingólfur Árnason, fram- kvæmdastjóri, segir þá hjá Þorgeiri & Ellert hafa séð ýmsa möguleika í að tengjast plastbátasmíði og vinna fyrir- tækin nú saman að fram- leiðslu og þróun þessa báts. Markmiðið með „Sputnik“ sé að ná einstakri sjóhæfni og öll þróun bátsins nú miðist við að nýta þennan eiginleika til að skapa það sem þeir kalli „veiðivél“. „Við erum með bát sem getur athafnað sig í misjöfnum veðrum og þá bæði farið vel með mann- skap og fisk. Við erum að breyta öllu fyrirkomulagi í bátnum með þau markmið að stækka lest, auka rými á vinnudekki, ná auknu rými fyrir öflugt línukerfi og bæta aðbúnað áhafnar. Allt miðar að bættri meðhöndlun hrá- efnis og er fjöldi kara ásamt hreyfingum bátsins sjálfs lyk- illinn að því. Þegar rými er til staðar fyrir nægjanlegan fjölda kara auðveldar það að bæta allan frágang og flokk- un hráefnisins,“ segir Ingólf- ur. Mikill ganghraði Sputnik 15 bátarnir rúma 15 kör (660 lítra) í lest og 4-5 samskonar kör á millidekki. Það á því að fara ágætlega um 10 tonna afla, ísaðan í krapa, um borð. Sputnik bátarnir henta vel til línu- og netaveiða en með línubeitningakerfi um borð er gott pláss fyrir allt að 17.000 króka línu. Þá bendir Lárus Skúlason á að gott pláss sé uppi á yfirbyggingunni, þar er tiltölulega hár kantur um hana alla og hátt rekkverk. Á efra þilfari eru tvær stórar lúgur sem auðvelda aðgang að aðalþilfari í höfn, meðal annars við löndun afla. Þeir Lárus og Ingólfur segja að ekki væsi um áhöfn- ina um borð. Rúmgóðar kojur eru fyrir 4 í káetunni, bak- borðsmegin í stýrishúsinu er eldhúskrókur, þar sem mögu- legt er að hafa eldavél, ör- bylgjuofn og ísskáp en þar fyrir framan er borð með bekkjum fyrir 4 menn. Fimm menn starfa við að móta skrokk bátanna og stýr- ishús í húsnæði Sputnik Báta við Smiðjuvelli á Akranesi. Smíða „Sputnikbáta“ á Skaganum Sputnikbáturinn Aron ÞH 105 við bryggju. Frá vinstri: Þorsteinn Máni Árnason, skipasmiður, Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri, og Lárus Skúlason, skipatæknifræðingur, um borð í sputnikbáti, sem er í smíðum. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 16

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.