Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2006, Side 23

Ægir - 01.02.2006, Side 23
23 K Æ L I N G M A T V Æ L A er þurrkað það mikið að hrím- og ísvandamál í klefum ýmist hverfa algjörlega eða minnka verulega. IceDry tæknin hefur náð verulegri útbreiðslu innan matvæla- og lyfjaiðnaðarins sem í mörg ár hefur liðið fyrir þessi vanda- mál. Jafnframt að leysa hrím- og ísvandamál auk þess að auka vinnuöryggi starfs- manna, eykst rekstraröryggi frystikerfanna verulega þar sem eimarnir (frystiblásararnir eða frystispíralarnir) hríma verulega minna, afhrímingum fækkar og viftur og annar búnaður endist betur. Við þetta sparast peningar vegna minni orkunotkunar auk vinnulauna vegna handvirkr- ar afhrímingar og hreinsunar á tækjum, gólfi og vörum. Rakastýring í vinnurýmum Enn einn notkunarmöguleiki í köldu rými er stýring á rakastigi í vinnurýmum, t.d. sláturhúsum, kjötvinnslurým- um, fiskvinnslurýmum o.fl. þar sem rétt rakastig er for- senda fyrir þægilegri líðan starfsfólks. Þéttivatnsleki á vöru er einnig þekkt vanda- mál sem leysa má með upp- setningu á sérútfærðri lausn frá Munters. Rakaskemmdir í húsum Kringum köld rými eru oft lít- il loftunarrými, kjallarar, lagnaloft eða gangar. Þrátt fyrir einangrun kæli- og frystiklefanna kólna þessi rými töluvert og þannig myndast kjöraðstæður fyrir þéttingu á raka með tilheyr- andi skemmdum. Við slíkar aðstæður myndast oft mygla, fúi og ryð. Oftar en ekki upp- götvast þessar skemmdir ekki fyrr en um seinan. Með því að setja upp ísogsþurrkara í þessi rými skapast aðstæður þar sem ryð, fúi, sveppir o.fl. ná ekki að myndast. Kælitækni ehf, Rauðagerði 25 í Reykjavík hefur umboð fyrir Munters þurrkara á Ís- landi og veitir allar nánari upplýsingar. Einnig má benda á www.munters.com og www.kaelitaekni.is/vorur- listi/muntersloftthurrkarar/ Heimildir: 1. Kulde Skandinavia, 5/2005, - 20 árg. þýtt og endursagt, Munters A/S Dan- mark 2. Aðalfundur Kælitæknifélags Íslands, Október 2005, fyrirlestur, Sigurður J. Bergsson 3. Viðskiptablaðið, Janúar 2004, grein, Sigurður J. Bergsson Texti: Sigurður J. Bergsson, tæknifræðingur og framkvæmdastjóri sölu- og tæknisviðs Kælitækni. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 12:13 PM Page 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.