Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2006, Side 24

Ægir - 01.02.2006, Side 24
24 F I S K V I N N S L A N „Rannsóknir hafa leitt í ljós að framleiðsla meltu úr slógi er ekki aðeins möguleg, heldur getur hún einnig verið arðbær ef rétt er að málum staðið. Skiptir þar miklu rétt val á hráefni og vinnsluaðferðum, sem og markviss vinna við vöruþróun og markaðssetningu,“ segir Sigurður E. Vilhelmsson m.a. í grein sinni. Þessi mynd var tekin í fisk- vinnslu ÚA á Akureyri. Úrgangur frá fiskvinnslum – vaxandi vandamál eða vannýtt verðmæti? Miklar breytingar hafa orðið á lögum og reglum er lúta að förg- un úrgangs á undanförnum árum. Þannig er meðhöndlun úr- gangs orðin starfsleyfisskyldur rekstur, sem leitt hefur til þess að förgunarstöðum hefur fækkað og þeir stækkað. Með hertum reglum hefur eftirlit einnig aukist með því að úrgangi sé aðeins fargað á löglegan hátt, s.s. með urðun á vottuðum förgunar- stöðum. Það er því af sem áður var að fiskverkendur á landi geti sagt „hafið gaf og hafið tók“ um leið og þeir losa úrgang- inn aftur í sjóinn. Af þessu leiðir að urðun úrgangs frá fisk- vinnslum hefur aukist mikið síðustu ár og samkvæmt tölum Hagstofu Íslands nam hún 32 þúsundum tonna árið 2004. aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 24

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.