Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 34

Ægir - 01.02.2006, Qupperneq 34
34 F J Á R M Á L SP-Fjármögnun er eignaleigu- fyrirtæki í eigu Landsbankans og sparisjóða sem hefur á síð- ustu tíu árum gengið til liðs við fyrirtæki og einstaklinga í flestum greinum íslensks at- vinnulífs. Starfsemi fyrirtækis- ins má skipta í tvennt, annars vegar bifreiðafjármögnun og hins vegar fjármögnun at- vinnutækja í formi eignaleigu- samninga. Eignaleiga Eignaleiga er samheiti yfir fjármögnunarleigu, kaupleigu og rekstrarleigu og eru þessar fjármögnunarleiðir ólíkar beinum lánum að því leyti að þær byggjast á því að SP-Fjár- mögnun kaupir það atvinnu- tæki sem viðskiptavinurinn óskar og leigir honum til fyr- irfram umsamins tíma, en al- gengur leigutími er þrjú til fimm ár. Í fjármögnunar- og kaupleigusamningum á leigu- takinn síðan rétt á að kaupa tækið í lok leigutíma á fyrir- fram umsömdu verði. Fjármögnunarleiga Þegar gerður er fjármögnun- arleigusamningur er öll leigu- greiðslan gjaldfærð og at- vinnutækið því í raun afskrif- að að fullu á leigutímanum. Þegar leigutími er styttri en afskriftartími tækis myndast nokkurs konar flýtifyrning sem leiðir til lægri skatt- greiðslna á leigutímanum. „Með þessari lausn geta fyrir- tæki brugðist hratt við þegar bæta þarf við tækjabúnaði, til dæmis í útgerð og fisk- vinnslu, enda leggjum við áherslu á hraða og skjóta þjónustu,“ segir Jón Ragnars- son, ráðgjafi hjá SP-Fjármögn- un. SP-Fjármögnun greiðir kaupverðið með virðisauka- skatti. Leigan reiknast af kaupverði án virðisaukaskatts en virðisaukaskattur leggst á hverja leigugreiðslu. Leigutaki fær virðisaukaskattinn endur- greiddan sé hann með virðis- aukaskattskyldan rekstur. Kaupleiga Þegar atvinnutæki er tekið á kaupleigu er það eignfært í bókum leigutaka á leigutím- anum og getur hann því fært afskriftir til gjalda ásamt vöxt- um og kostnaði af leigu- greiðslum. Hann fær þó ekki eignarhald í atvinnutækinu fyrr en við lokagreiðslu. SP- Fjármögnun greiðir kaup- verðið án virðisaukaskatts. Leigan reiknast af kaupverði án virðisaukaskatts en leigu- taki greiðir allan virðisauka- skattinn til seljanda strax í upphafi. Leigutakinn fær virð- isaukaskattinn endurgreidd- ann sé hann með virðisauka- skattskyldan rekstur. Árstíðarbundnar greiðslur SP-Fjármögnun býður sveigj- anlega greiðslubyrði leigu- samninga svo að sem best jafnvægi ríki á milli tekju- streymis og útgjalda leigu- taka. Hægt er að velja um samninga í íslenskum krón- um og erlendri mynt. Ef um erlenda mynt er að ræða er boðið upp á ákveðnar gengi- skörfur til að draga úr gengis- áhættu. Rekstrarleiga Rekstrarleiga er þríhliða leigusamningur milli leigu- taka, seljanda og SP-Fjár- mögnunar. Rekstrarleigu- samningar eru byggðir á því að SP-Fjármögnun kaupir það tæki sem viðskiptavinur óskar og leigir honum til fyrirfram umsamins tíma. Í lok samn- ingstíma skilar leigutaki síðan tækinu til seljanda. Hingað til hefur verið mest um að rekstraraðilar taki fólksbif- reiðar og minni atvinnubíla sem notaðir eru í starfseminni á rekstrarleigu. Eins hefur það þekkst lengi að tölvu- búnaður sé rekstrarleigður og nú hefur það færst í vöxt að verktakar og aðrir rekstrarað- ilar taki vinnuvélar og stærri atvinnubifreiðar á rekstrar- leigu. „Helsti kosturinn við rekstarleiguna er að leigutak- inn losnar algjörlega við alla endursöluáhættu. Þetta getur því skipt miklu máli fyrir þá sem þurfa ákveðin tæki fyrir ákveðin verkefni í ákveðinn tíma“ segir Herber Svavar Arnarson, ráðgjafi hjá SP-Fjár- mögnun. Margar og mismunandi leiðir SP-Fjármögnun býður upp á margvíslegar leiðir þegar kemur að fjármögnun at- vinnutækja sem henta t.d. rekstraraðilum sem ekki vilja binda of mikið rekstrarfé í vél- og tækjabúnaði. „Við hvetjum alla þá sem eru að hugleiða einhverskonar tækjakaup að hafa samband við okkur. Einnig er hægt að fá ítarlegar upplýsingar um mismunandi leiðir í fjármögn- un á heimasíðu okkar, www.sp.is,“ segir Vala Hauksdóttir, ráðgjafi hjá SP- Fjármögnun. SP-Fjármögnun er til húsa í Sigtúni 42. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. SP-Fjármögnun: Margar leiðir færar í fjármögnun atvinnutækja aegirfeb06-56sidurlagad.qxd 3/2/06 10:48 AM Page 34

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.