Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 20

Ægir - 01.11.2007, Page 20
20 Neskaupstað var ekki burðug. Eina fiskimjölsverksmiðjan í byggðarlaginu var verksmiðja Samvinnufélags útgerð- armanna (Sún). Afkastaði hún 220 málum (30 tonnum) síld- ar á sólarhring og hafði þró- arrými fyrir 50-60 tonn. Á ár- unum 1952 og 1953 voru stofnaðar tvær síldarsöltunar- stöðvar í Neskaupstað en það háði mjög allri starfsemi þeirra hvað verksmiðjan á staðnum afkastaði litlu og hafði lítið þróarrými. Öllum var ljóst að ef að efla átti síldariðnaðinn í Nes- kaupstað varð að stækka þá verksmiðju sem fyrir var eða byggja nýja og afkastamikla síldarverksmiðju. Árið 1956 kom til tals að stækka fiski- mjölsverksmiðju Sún en árið eftir hafði félagið frumkvæði að því að athuga möguleikann á því að byggja nýja síld- arverksmiðju. Fyrir hönd Sún unnu þeir Lúðvík Jósepsson stjórnarformaður og Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri mest að verksmiðjumálinu. Athugun Sún leiddi í ljós að Norðfirðingum gafst kost- ur á að fá 14-15 ára gamlar vélar frá Ingólfsfirði, flytja þær austur og reisa 2500 mála (340 tonna) verksmiðju. Talið var að slík verksmiðja myndi kosta um 10 milljónir króna en í fyrstu þótti það í of mik- ið ráðist og því var horfið frá þessari ráðagerð. Hins vegar var talið raunhæft að reisa verksmiðju sem ynni 800 mál síldar á sólarhring en slík verksmiðja myndi kosta um 3, 5 milljónir og var þá gert ráð fyrir fimm þúsund mála þró, 350 tonna lýsisgeymi og mjölhúsi fyrir 1000 tonn. Fyllilega kom til greina að Sún reisti hina fyrirhuguðu verksmiðju en ýmsir ann- markar voru þó taldir á því. Heppilegra þótti að stofnað yrði sérstakt hlutafélag um nýja verksmiðju þar sem Sún, bæjarfélagið, Dráttarbrautin hf. og fleiri aðilar, einkum út- gerðarmenn, yrðu hluthafar. Umræðurnar um verk- smiðjubygginguna þróuðust áfram og að vel athuguðu máli þótti rétt að stefna að því að reist yrði 2500 mála verksmiðja þó svo að kostn- aður við hana þætti mjög hár. Hinn 21. ágúst árið 1957 var boðað til stofnfundar hlutafélags sem ætlað var að reisa og reka síldarverksmiðju í Neskaupstað. Vakin var at- hygli á því að allir gætu eign- ast hlut í félaginu og voru íbúar hvattir til að mæta á fundinn. Af félagsstofnuninni varð ekki á þessum fundi þar sem í ljós kom að ýmsir síld- arútvegsmenn höfðu önnur sjónarmið en fundarboðendur hvað félagið varðaði. Vildu útgerðarmennirnir stofna lok- að félag eigenda þeirra 12 síldarbáta sem gerðir voru út frá Neskaupstað og fjögurra annarra aðila. Töldu eigend- ur bátanna mikilvægt að þeir hefðu fulla stjórn á félaginu og ættu í því öruggan meiri- hluta. Næstu mánuði var töluvert þingað og reynt að sætta hin ólíku sjónarmið. Hægt og bít- andi gáfu útgerðarmennirnir eftir og féllust loks á að taka þátt í stofnun opins hluta- félags um síldarverksmiðju. Þegar sættir höfðu náðst var ákveðið að boða til nýs stofn- fundar hlutafélagsins sem fara skyldi fram hinn 11. des- ember. Stofnun Síldarvinnslunnar hf. Stjórn Sún boðaði til stofn- fundar hlutafélags um bygg- ingu og rekstur síldarverk- smiðju hinn 11. desember 1957 en Sún átti allt frum- kvæði að því að fundurinn var haldinn og annaðist und- irbúning hans. Alls sátu 43 S A G A N Smári Geirsson skrifaði Síldarvinnslan – svipmyndir úr hálfrar aldar sögu. Magnús Marteinsson NK kemur með fullfermi af síld til Neskaupstaðar sumarið 1957. Erfitt var að taka á móti mikilli síld þar sem engin afkastamikil síldarverk- smiðja var á staðnum. Mynd: Björn Björnsson. Fiskvinnslustöðin sem Síldarvinnslan festi kaup á árið 1965. Framan við fisk- vinnslustöðina er síldarsöltunarstöðin. Myndin er tekin árið 1965. Mynd: v. Linden.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.