Ægir - 01.11.2007, Síða 34
34
N Á M
Laugardaginn 8. desember sl.
voru útskrifaðir í Vestmanna-
eyjum 28 nemendur með svo-
kallað „pungapróf“, sem gefur
réttindi til skipstjórnar á
bátum allt að 30 rúmlestum
að stærð. Námið er afrakstur
samstarfs Visku – Fræðslu- og
símenntunarmiðstöðvar Vest-
mannaeyja og Framhaldsskól-
ans í Vestmannaeyjum.
Um er að ræða nám sem
er kennt utan hefðbundins
kennslutíma. Námið hófst í
byrjun nóvember og var keyrt
stíft í röskan mánuð. Því lauk
síðan með prófi í Vestmanna-
eyjum, en 15 af nemendunum
voru heimamenn í Eyjum en
13 nemendur komu af Eyja-
fjarðarsvæðinu – Akureyri,
Dal vík og Árskógsströnd og
fengu þeir kennsluna í gegn-
um fjarfundabúnað, sem var
staðsettur á Dalvík.
Í þessu námi er lögð
áhersla á siglingafræði og að
sigla í hermi. Einnig er farið í
siglingareglur og vélfræði,
siglingatækni, slysavarnir, sjó-
hæfi og veðurfræði.
Sigurgeir Jónasson, deild-
arstjóri skipstjórnardeildar
Framhaldsskólans í Eyjum, er
einn þeirra sem kenndi á
námskeiðinu. Hann segist
vera mjög ánægður með að-
sókn að námskeiðinu, en hún
skýrist að hluta af því að um
áramót taka nýjar reglur gildi
um þetta nám. Eftir 1. janúar
2008 miðast pungaprófið ekki
við 30 rúmlestir, heldur lengd
bátanna. Fyrir vikið fái menn
minni réttindi út úr punga-
prófinu eftir breytinguna.
Sigurgeir sagði námið hafa
gengið prýðilega. „Við höfð-
um áður verið með nemend-
ur af Norðurlandi vestra í fjar-
námi og það tókst ljómandi
vel. Það sama var uppi á ten-
ingnum núna. Þó svo að
norðanmennirnir tækju stóran
hluta námsins í fjarnámi lögð-
um við á það áherslu að þeir
kæmu hingað líka og nytu
kennslu í siglingafræði, sigl-
ingahermi og fjarskiptum.
Síðan tóku menn prófið hér í
lok námsins,“ segir Sigurgeir.
Þrettán Eyfirðingar tóku námskeiðið. Þarna má m.a. þekkja Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra og annan tveggja aðaleigenda Samherja og Matthías Matthíasson,
söngvara Papanna. Þá eru þarna tveir svarfdælskir bændur – Arngrímur Baldursson og Gunnsteinn Þorgilsson. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum.
Viska og Framhaldsskóli Vestmannaeyja:
28 luku pungaprófi
Eina konan í hópnum að þessu sinni –
Margrét Lilja Magnúsdóttir, líffræðing-
ur.
Nú er Matthías Matthíasson í Pöp-
unum orðinn löggiltur í að syngja sjó-
mannalög. Nú er hann sumsé kominn
með skipstjórnarpróf upp á vasann!
Tvennir feðgar tóku pungaprófið – annars vegar Páll Marvin Jónsson, bæjarfulltrúi
í Eyjum og sonur hans Jón Marvin Pálsson og hins vegar Jón Ingi Sveinsson, bygg-
ingameistari á Árskógsströnd og sonur hans Einar Oddur Jónsson.