Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2007, Page 45

Ægir - 01.11.2007, Page 45
45 „Þessi áheit eru vissulega sérstök og þekkjast varla í þessum mæli í lúterskum sið. Fyrst og fremst er þetta kaþ- ólskur siður,” segir séra Bald- ur Kristjánsson, sóknarprest- ur í Þorlákshöfn, en hann þjónar ennig Strandarkirkju í Selvogi. Strandarkirkja sker sig algjörlega úr varðandi áheit á kirkjur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Áheitin koma víða að „Kirkjunni berast áheit af öllu landinu og einnig koma þau víða erlendis frá, frá fólki á Norðurlöndum, Þýskalandi og Bandríkjunum, svo dæmi séu nefnd. Undanfarin þrjú til fimm ár hefur áheitum greini- lega fjölgað og um leið hefur heimsóknum gesta í kirkjuna fjölgað verulega. Þetta kann að skýrast af því að kirkjan er enn betur kynnt en áður. Þegar ég varð hér sókn- arprestur árið 1998 tók ég mig til og skrifaði og safnaði saman ítarlegum upplýsing- um um kirkjuna og þetta efni hefur skapað grunninn að upplýsingavef um Strand- arkirkju. Upplýsingar um kirkjuna eru því orðnar mjög aðgengilegar á netinu og það skilar sér í fjölgun heimsókna í Strandarkirkju,“ segir séra Baldur Kristjánsson. Helgisagnir Strandarkirkja hefur löng um verið sveipuð helgisögnum. Ein þeirra er á þann veg að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi gert kirkju á Strönd úr kirkjuviðnum sem Ólafur Noregskonungur sendi hann hingað með. Vert er að rifja upp að Gissur hvíti ásamt Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum komu að kristnitök- unni á Þingvöllum árið 1000. Önnur helgisögn er á þá leið að Árni nokkur formaður hafi reist Strandarkirkju þegar hann var að koma með timb- urfarm frá Noregi. Um þenn- an Árna orti séra Jón Vest- mann í kvæði um Strand- arkirkju árið 1843. Í kvæðinu er Árni Þorláksson biskup í Skáholti nefndur og sagður gefa heimild til kirkjubygg- ingar á Strönd. Árni Þorláks- son var biskup frá 1269 til 1298 og samkvæmt því ætti Strandarkirkja að hafa verið reist í fyrsta skipti á síðari helmingi 13. aldar. Þriðja helgisögnin um Strand- arkirkju og sú lífseigasta er á þá leið að fyrir langa löngu, trúlega á 12. öld, hafi ungur bóndi úr uppsveitum Árnes- sýslu farið til Noregs á sínu eigin skipi í þeim tilgangi að sækja valinn við til húsagerð- ar. Á leið heim til Íslands lenti bóndinn í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og vissi ekki lengur hvert skip hans stefndi. Í örvæntingu sinni hét bóndinn þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljós- engils framundan stefni skips- ins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir. Segir ekki frekar af sigl- ingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engill- inn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boða- skerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðnum. Að öllum lík- indum hefur lendingin verið um Strandarsund sem er suð- ur og austur af kirkjunni. Eftir þetta var lendingarstaðurinn nefndur Engilsvík. Kunnugir segja að oft sé kyrrt í Strandar- sundi þó að haugasjór sé allt um kring. Burtséð frá því hvaða helgisögn er nákvæmlega rétt í þessu sambandi, er ljóst að öldum saman hefur fólk heit- ið á Strandarkirkju við hinar ýmsu aðstæður. Ekki er til dæmis óalgengt að í veikind- um fólks heiti aðstandendur hins veika á kirkjuna með von og trú um að áheitið hjálpi til að viðkomandi nái aftur bata. Og fjölmargt ann- að mætti nefna í þessu sam- bandi. Að stofni til frá 1888 Núverandi Strandarkirkja er frá 1888. Eftir miklar end- urbætur var kirkjan end- urvígð í júlí 1968 og aftur var ráðist í endurbætur árið 1996. Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. Árið 1996 var kirkj- an endurbætt að innan, skipt um glugga, hún einangruð og hvelfing sett yfir kirkju- skipið. Tveimur árum síðar var lokið við byggingu nýs turns á kirkjuna. Árið 1987 var kirkjugarðurinn stækk- aður og unnið hefur verið að endurbótum, merkingum og lagfæringum leiða. Árið 1994 var vígt minn- ismerki um látna sjómenn. Settur hefur verið upp minn- ingarsteinn um presta er þjónuðu og bjuggu í Selvogi. Sumarhúsið Strönd var sett upp 1988 en það er m.a. af- drep þeirra sem gæta kirkj- unnar á sumrin. Bílaplan var gert árið 1988 og aðgengi fatlaðra þaðan og að kirkju tryggt. Altaristafla kirkjunnar er Upprisan eftir Sigurð Guð- mundsson frá 1865. Kerti á altari eru máluð af Sig- urbjörgu Eyjólfsdóttur frá S A G A N Á eyðilegum stað við úthafið - áheitum á Strandarkirkju hefur fjölgað á undanförnum árum og gestum sem sækja kirkjuna heim fjölgar ár frá ári Strandarkirkja í Selvogi er að grunni til frá 1888. Skammt frá kirkjunni stendur þessi fallega stytta „Landsýn“, sem þáverandi biskup, Sigurgeir Sigurðsson, vígði árið 1953. Styttan, sem er úr ljósu graníti og var höggvin í Noregi, sýnir hvít- klædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og vísar sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík. Listakonan Gunnfríður Jónsdóttir gerði „Landsýn“, en hún lést árið 1968 og hvílir í Strandarkirkjugarði. Myndir: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.