Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2007, Side 53

Ægir - 01.11.2007, Side 53
53 V I Ð T A L Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrum skipstjóri á Akraborginni, er mörgum að góðu kunnur. Hann hefur víða komið við, jafnt á sjó sem og á landi og það hefur margt drifið á daga hans. Í þessu viðtali segir sögumaðurinn Óskar frá ýmsum atburðum í æsku sinni, sjómennskuferlinum, veiði- mennsku og skoðunum sínum á fiskveiðistjórnuninni sem hann er ekki alls kostar sáttur við. Óskar er fæddur árið 1950, ,,bara á fæðingardeildinni í Reykjavík” eins og hann orðar það, en að honum standa ættir mikilla sjósóknara og harðsnúinna útgerðarmanna og fiskverkenda. Móðir Ósk- ars var frá Hafnarfirði, dóttir Gísla Guðmundssonar sem kenndur var við bæinn Hellu í Hafnarfirði og þaðan er komin svonefnd Helluætt. Afi Óskars í föðurætt var hinn landskunni síldarspekúlant og athafnamaður, Óskar Hall- dórsson sem var fyrirmyndin að sögupersónunni Íslands- bersa í bók Halldórs Kiljan Laxness, Guðsgjafarþulu. Fað- ir Óskars tók þátt í síldar- ævintýri föður síns á sjó og í landi og því ólst Óskar yngri m.a. upp við síldarsöltun í söltunarstöðvum afa síns á Siglufirði, Raufarhöfn og Seyðisfirði. Óskar segir að faðir sinn og bróðir hans Theódór hafi verið saman á skipi, sennilega Sigrúnu eða Eddu Soffíu sem Óskar Hall- dórsson gerði út, en því hafi útgerðarmaðurinn verið mót- fallinn. Það var til þess að Theódór fór yfir á skipið Jarl- inn sem fórst í Englandssigl- ingu árið 1941. Til minningar um hann gáfu Óskar Hall- dórsson og kona hans ís- lenska ríkinu vaxmyndasafnið sem komið var fyrir á Þjóð- minjasafninu. Það kostaði þá 30 þúsund krónur sem var stórfé í þá daga. Safnið hefur verið í geymslu í óratíma og hefur því ekki verið aðgengi- legt almenningi, hvað svo sem síðar verður. Það stóð til að taka af mér fótinn Óskar segist sennilega fyrst hafa farið til sjós um fimm ára gamall með Gísla afa sínum í Hafnarfirði en bræðurnir frá Hellu, sem voru sex eða sjö talsins, voru allir miklir veiði- menn og stunduðu sjóinn á smábátum frá Hafnarfirði. ,,Ég var á handfærum með afa. Hann var merkilegur karl og fann það á sér hvort fisk- urinn var genginn á miðin. Gott ef hann dreymdi ekki fyrir fiskgengdinni. Ég var heldur ekki gamall þegar ég byrjaði að salta síld í Óskars- stöðinni á Raufarhöfn sem faðir minn starfrækti í félagi við systkini sín. Ég var svo lít- ill að ég byrjaði á að salta í hálftunnur og þurfti að standa uppi á 10 til 12 tunnubotnum til þess að ná niður í tunn- una,” segir Óskar en auk þess leigði Ólafur Óskarsson, faðir Óskars, Ásgeirsstöðina á Siglufirði og rak söltunarstöð- ina Hafölduna á Seyðisfirði. Þegar Óskar var níu ára gamall lenti hann í slysi á síldarplaninu á Siglufirði og slasaðist mjög illa þegar hann varð fyrir síldarvagni sem flutti síld frá skipunum á brautarteinum að söltunar- planinu. ,,Ég fékk vagninn aftan á mig með þeim afleiðingum að það brotnuðu þrír hryggj- arliðir og kálfinn á vinstri fæti flettist frá beininu. Það komst drep í sárið og fóturinn var fullur af greftri. Það stóð til að taka af mér fótinn en systir ömmu, sem var í miklu sam- bandi við nunnurnar í Hafn- arfirði, bað þær að biðja fyrir mér. Og kraftaverkið gerðist. Drepið hvarf úr fætinum á einni helgi. Ég man að amma bjó um mig á stofuborðinu og kom mér fyrir við gluggann til þess að ég gæti séð út. Síð- an mútaði hún krökkum í ná- grenninu með sælgæti til að heimsækja mig,” Hefur bjargað nokkrum mannslífum Að sögn Óskars hafði þessi lífsreynsla mikil áhrif á hann og hann telur að hún hafi gert hann næmari fyrir ýmsu því sem flestum öðrum er hulið. Það hafi m.a. hjálpað honum við að bjarga nokkr- um mannslífum síðar á lífs- leiðinni. ,,Ég finn stundum á mér ef eitthvað slæmt er að gerast og ég er svo lánsamur að hafa getað bjargað nokkrum mannslífum. Eitt sinn var ég í vitlausu veðri uppi á Akranesi og var kominn á bílnum nið- ur á torg. Þá var eins og að eitthvað segði mér að snúa við og fara á bak við kaup- félagshúsið. Þangað átti ég ekkert erindi og allra síst í þessu veðri. Þegar þangað var komið ók ég fram á ung- an mann sem svaf þar ölv- unarsvefni og var orðinn mjög kaldur. Mér tókst að koma manninum heim og veit ekki betur en að hann hafi náð að jafna sig. Annað skipti, einnig í kolvitlausu veðri, var ég að koma af þrettándabrennu á Akranesi og var með krakkana með mér í bílnum. Á leiðinni heim var eins og það væri hnippt í mig og ég skynjaði að ég ætti að fara niður fyrir bakkann sem er fyrir neðan fótbolta- völlinn. Þar fann ég þriggja eða fjögurra ára gamlan strák sem var búinn að grafa sig í snjóskafl. Hann hefði orðið úti ef ég hefði ekki fundið hann. Þriðja dæmið af þess- um toga var mjög sérstakt. Ég var þá á leiðinni frá Akranesi á Akraborginni og var kom- inn rétt út fyrir höfnina. Þar sá ég strák sem var að leika sér á seglbretti. Í stað þess að halda áfram á fullri ferð þá stöðvaði ég skipið. Einmitt í sömu andrá datt strákurinn af brettinu. Hann hafði ekki séð Akraborgina fyrir seglinu en ef ég hefði ekki stöðvað vél- arnar hefði strákurinn dregist niður með skipinu og senni- lega lent í skrúfunni. Ég get líka nefnt að eitt sinn var ég með konunni minni og fleira fólki úr fjölskyldu hennar í sundlauginni í Hveragerði. Ég hafði ekki sjálfur farið í laug- ina en þarna skynjaði ég að ég ætti að fylgjast með dreng sem var að leik í lauginni. Þegar hann hvarf mér sjónum gekk ég fram á laugarbarm- inn og sá þá drenginn liggja á botni laugarinnar. Ég náði honum upp og gat blásið lífi í hann.” Óskar hefur lengi verið ötull veiðimaður. Hér er hann með góðan dagsfeng.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.