Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Síða 62

Ægir - 01.11.2007, Síða 62
62 K R O S S G Á T A Þ O R S K E L D I Framtíðarhorfur þorskeldis á Íslandi geta um margt verið góðar. Fyrirtækin sjálf hafa forystu í uppbyggingu atvinnu- vegarins en hið opinbera mótar meginstefnu og setur reglur í nánu samstarfi við greinina auk þess að stuðla að uppbyggingu þekkingar hjá vísindastofnunum, skólum og víðar. Þetta kom fram í máli Einars Kr. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra á ráðstefn- unni Stöðumat og stefnumót- un fyrir þorskeldi á dögunum. „Hvað þorskeldið varðar verðum við að sækja fram,” sagði ráðherrann. „Sú stefna hefur nú verið mótuð að leggja áherslu á að koma upp kynbættum eldisstofni þorsks og stuðla þannig að því að þorskeldið verði sem allra fyrst starfrækt sem aleldi, það er eldisferillinn spanni allt frá hrognastigi til sláturfisks. Fyrstu árin er þó mikilvægt að afla reynslu með hinu svo- kallaða áframeldi þar sem smáþorskur er fangaður og alinn í sláturstærð í kvíum. Við þurfum jafnframt að vera þess meðvituð að í þorskeld- inu bíður okkar vafalaust hörð samkeppni. Við því er ekkert að gera annað en ein- faldlega að gera betur.” Ráðherrann sagði að fyrir Íslendinga væri mikilvægt að glata ekki sinni góðu stöðu á alþjóðamörkuðum fyrir þorsk, en sú hætta væri til staðar ef við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Þorskurinn sé okkar langmikilvægasta nytjategund og við höfum lagt gríðarlegt fjármagn í nýtingu hans. Gildi það ekki síst um markaðsmál- in. „Nú eru skipulegar kyn- bætur á þorski, með það að markmiði að koma upp eld- isstofni með bætta arfgerð í mikilvægustu eldiseiginleik- unum, komnar vel af stað. Í framhaldi af því verður að stórauka seiðaframleiðslu og um það markmið verður að nást samstaða sem byggist á þekkingu – erlendri og inn- lendri og raunhæfum rekstr- arviðmiðunum,“ sagði Einar Kristinn Guðfinnsson í setn- ingarávarpi sínu. Sjávarútvegsráðherra telur góðar horfur í þorskeldi á Íslandi: Aleldi er framtíðin Hér er ein af þorskeldiskvíum Brims-fiskeldis í Eyjafirði.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.