Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 5 í hinum stóru tónlistarhöfuðborgum erlendis. En rangt vœri a'ð' draga af þessu þá ályktun, að oss bæri að bíða með allar slík- ai tilraunir þar til víst væri, að takast mætti að framkvæma hið fullkomna. Þá mættum vér bíða til eilífðar. Hið fullkomna er jafnan árangur bins ófullkomna, og verður ekki til, nema hið ófullkomna hafi áður verið. ★ Menntamálaráð hlaut hina langþráðu og fastsóttu heimild sína, til að fá að útbýta fé skálda og listamanna fyrir ríkisins hönd, með eins atkvæðis meirihluta á Alþingi siðasta, og varð þó að beita einhverjum illvígasta áróðri sem lengi hefur frétzt af inn- an þings og utan, til þess að ná þessum „hlunnindum“. Bagga- mun riðu i atkvæðagreiðslunni þeir menntamálaráðsmenn, sem sjálfir eiga sæti á Alþingi, svo hamslaus var áfergja þess- ara sérkennilegu manna til að fá að píra út þeim au- virðilegu lúsastyrkjum, sem standa til boða skapandi list í landinu: hinn hæsti þeirra samsvarar lélegum laun- um undirtyllu á skrifstofu. — En ekki var hið fyrsta út- býtingarár Menntamálaráðs fyrr gengið i garð en ráðið tók að vekja á sér athygli þjóðarinnár með löngum og rutlkenndum blaðaskrifum, sem virtust hafa það eina sýnilegt markmið, að troða illsakar við helztu skáld landsins og niða frjálsar nútima- bókmenntir íslendinga. Heppilegast þótti að velja tímann til þessa níðs um hin lifandi skáld, meðan Einar Benediktsson lá á bör- unum. Undir afkáraskrif þessi setti formaður Menntamálaráðs nafn sitt og aðrir meðlimir ráðsins samþykktu með þögninni; eða að minnsta kosti virtist ekkert benda til þess að ráðið í heild liti á það öðru vísi en góða latínu, og i • alla staði fína siði, að byrja starf sitt sem veitingarvald á því að ausa sér „ex officio" með móðursjúku þrugli í dagblöðum landsins út yfir væntanlega skjólstæðinga sína. Skyldi nokkurs staðar á jarð- riki vera liægt að benda á háopinbera ríkisstofnun í menningar- málum, sem stendur álíka langt undir almennu siðmenningar- lágmarki og þetta furðulega ráð? Enda voru veitingar þess eft- ir þvi: meirihluti ráðsins virðist hafa litið á það eitt sem hlut- verk sitt að gerast búrþjófar á fátækum heimilum nokkurra þekkt- ustu skálda landsins og listamanna, ráðast beinlínis likamlega á menn þessa og fjölskyldur þeirra. Þó liefur einn meðlimur ráðsins, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður, opinberlega þveg- ið hendur sínar af þátttöku í árás Menntamálaráðs á lífsafkomu þeirra Halldórs Kiljans og Þórbergs Þórðarsonar. Aftur á móti eru menn, sem aldrei hafa stundað skáldskap, sumt að visu verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.