Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 87 fræðimaður fjallar um hrífandi efni, verður verkiS aðeins á einn veg: snilldarverk. Ritgerðin út af fyrir sig er mikið verðmæti. Svo taka kvæðin við. Ég ætla mér alls ekki að gera tilraun til að dæma um þau. Ég vil aðeins geta þess, að ég met þau umfram hvert það kvæðasafn, er ég hef haft kynni af áður. Jafnaðarlega •er ég ekki mikið hrifinn af kvæðum, en þessi fáu eru fyrir ofan alla mælikvarða mína. Ég dáist að barátlu Stephans, þrótti hans, hreinskilni og mannúð og réttlætistilfinningu. Ég minnist þess, að sagt var við mig í vetur: „Margir hafa kveðið vel, en fáir snjallar.“ Bókin er dýrmæt eign, sem maður getur aldrei metið til fjár. Hégómlega hluti má verðleggja, en hið eilífa og ódauð- lega verður aldrei verðlagt. „Húsakostur og híbýlaprýði“. Þótt þessi bók sé svo ólík „And- vökum“ sem dagur nótt, er hún eigi að síður verðmæt. Hún kveikir ■ekki eld háleitra hugsjóna, hrífur mann ekki, en hún er hagnýt. Hún kennir þeim, sem eru svo hamingjusamir, að fá að búa i húsi, á hvern hátt bezt skal búa um sig. Það er eins og Laxness segir í sinni ágætu grein: „Það verður ekki hlutverk hennar að gera þá þjóðfélagsbyltingu, sem byggir öllum fullkomin hús.“ Allt um það er bókin vel heppnað og þarft verk, og væri mikið unnið, €f allir gætu lært að gera þær umbætur, er hún boðar, að sinni eign. Þörf hugvekja til margra. Svo er það næsta ár: Nobelsverðlaunasagan. Ég fagna því, að fá sögu eftir Sillanpáa. Áður en ég las „Silju“, var hann óþekktur mér. En síðan er hann í hópi minna uppáhaldsrithöfunda. Ég hugsa þvi gott til þeirrar bókar. — „Rauðir pennar“: Sem óvelkomna staðreynd sætti ég mig við að fá þá ekki s.l. ár. En maður fyrir- gefur Máli og menningu allt, því maður veit, að allt er gert sem hægt er. Félagi sagði við mig i vetur, að það verkaði á sig sem staðfesting á ágæti félagsins, að það þyrfti að draga úr útgáfunni. Það sýndi að svo vel hefði verið haldið á peningum sem tök væru á. Vonandi væri að allir hugsuðu svo. Ég skil vel erfiðleikana með að koma Rauðum pennum út, og fagna því, að þeir koma bara einhverntíma. Þeir eru alltaf velkomnir. Og góðum gesti fyrirgefst, þó hann láti bíða eftir sér. Mér hefur borizt orðrómur þess efnis, að aðalútgáfuverk þessa árs væri ákveðið Úrval lir ritum Jóhanns Sigurjónssonar. Það væri mikið í það varið að fá það rit. Ég þekki ekkert af verkum Jóhanns af eigin reynd, en hef aðeins á víð og dreif lesið smá- greinar um hann og verk hans. Og ég hef fengið þá hugmynd, að hann hafi verið mikill snillingur. Verk hans hygg ég vera í fárra liöndum. Það væri því mikið þjóðþrifafyrirtæki að gefa al- þýðu kost á því bezta úr ritum hans. Og treysti ég Máli og menn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.