Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 90
84 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR urnar eru ekki reiknaðar kaupendum á framleiðsluverði, heldur gefið með þeim. Það er ekki óeðlilegt, að menn noti slík til- boð, meðan þau standa, frá rikinu. En ekki er úr vegi fyrir Mál og menningu að benda á, að þessar örlátu bókagjafir eiga menn því félagi að þakka. Þessi útgáfa vœri áreiðanlega ekki komin á stofn, ef Mál og menning væri ekki til. Og það er verl fyrir menn að atliuga, að hún gæti ef til vill fallið fljótlega úr sögunni, ef félagsmenn stæðu ekki eftir sem áður vörð um Mál og menningu. Mál og menning vill vera lifandi félag, sem aldrei festist í formum. Nú tekur það upp þá nýbreytni, sem ekki er víst að öllum falli vel í fyrstu. Ársritið, Rauðir pennar, verður látið falla niður, en stofnað í staðinn timarit, sem verður að minnsta kosti eins stórt og Rauðir pennar, en kemur út þrisvar sinn- um á ári og telst ein bók félagsins. Verður það látið heita Tíma- rit Máls og menningar, eins og litlu heftin áður. Um stefnu þessa nýja Tímarits er rætt í inngangi og félagsmenn sjá liér efni þess og snið. Mál og menning vill með þessu tímariti geta gengið djarfar til sóknar og varnar fyrir félag sitt og menninguna i landinu. Hið nýja timarit fer af stað i G500 eintökum, hefur því stærri lesendahóp en nokkurt annað tímarit á landinu. Það fer af stað með sterkasta menningarfélagið að baki sér og allan kjarna menntamanna og rithöfunda. Það vill túlka vilja tugþús- unda íslendinga til þess að berjast fyrir menningu, réttlæti, frelsi og viðsýni með þjóðinni. Félagsmenn munu átta sig fljótt á nauð- syn þessa timarits og festa tryggð við það. Þá höfum við ákveðið að gefa út rit Jóhanns Sigurjónssonar. Sennilega verða þau gefin út í heilu lagi i tveimur allstórum bindum og kemur annað út á þessu ári, en hitt næsta ár. Þrjú leikrit Jóhanns hafa verið prentuð á íslenzku og eru a. m. k. tvö þeirra, Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur, löngu uppseld. Þá eru eftir Jóhann tvö önnur leikrit, allmörg kvæði, sögur og brot úr leikritum. Margt af þessu er mjög snjallt og fagurt, en islenzk- um almenningi þó með öllu ókunnugt. Gunnar Gunnarsson skáld liefur tekizt á hendur að skrifa um Jóhann Sigurjónsson. Hlýtur hann, að okkar dómi, að vera öll- um færari til þess. Hann þekkti Jóhann mætavel persónulega, fór sörnu braut og hann, skilur öllum betur, hvað það er að brjóta sér leið úr íslenzkri einangrun til skáldfrægðar á erlendri tungu, yfirvinna allar torfærur og sigra, eins og þeir báðir gerðu, Jóhann Sigurjónsson og hann. Við erum ekki i minnsta vafa um, að verkum Jóhanns Sigur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.