Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 87
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
81
hafa kastaS hnútuin og getsökum að þessu reifabarni og fóstr-
um þess, muni sjálfir verða meðal beztu lesenda Arfsins, þegar
hann kemur fram á sjónarsViðið.
Sigurður Nordal.
Mál og menning.
Fyrir hönd stjórnar Máls og menningar vil ég flytja umboðs-
mönnum og félagsmönnum öllum beztu nýársóskir og þakkir
fyrir samstarfið og tryggð við félagið á liðnu ári.
Mál og menning hefur nú starfað þrjú ár og varð hið síðasta
langviðburðaríkast. Bæði félagsmannatalan og útgáfan hefur vax-
ið með miklum hraða. Síðasta ár var útgáfan langstærst, þó að
bækurnar væru ekki nema fjórar talsins. Það er arkafjöldinn,
sem verður að ráða, og sést af honum vöxtur útgáfunnar: 1937
3714 örk. 1938 5514 örk, 1939 7714 örk, fyrir utan tímaritið. Út-
gáfan siðastliðið ár svarar til nærri átta 10-arka bóka, en með
þeirri stærð bókanna var upphaflega reiknað. Vöxtur útgáfunn-
ar hefur þó ekki getað haldizt i hendur við vöxt félagsins sjálfs.
Félagsmannatalan óx 1939 úr rúmum 4000 upp í rúm 5000, og er
þannig orðin tveimur þúsundum hærri en við létum okkur upp-
haflega dreyma um sem hámark. 3000 kaupendum lofuðum við
6 10-arka bókum á ári, 1939 fá 5000 kaupendur tæplega 8 10-
arka bækur, m.ö.o. útgáfan eykst ekki að sama skapi og félags-
mannfjöldinn. En félagsmenn verða að gæta að því, að síðan út-
gáfustjórnin gerði sína fyrstu áætlun, hefur veðurlag alltaf verið
að hækka, sérstaklega pappír, sem stigið hefur um helming síð-
an 1937 og orðinn er hæsti útgjaldaliðurinn í svona háum upp-
lögum. Sérstaklega varð hækkunin geysileg á siðastliðnu ári af
völdum gengislækkunar og styrjaldar. Er óséð ennþá, hvort útgáf-
an 1938 hefur borið sig til fulls, enda þótt við yrðum að draga
úr áætlun okkar. Við höfum alltaf teflt djarft i útgáfunni, ekki
hugsað um neinn félagssjóð, reynt að hafa allan kostnað sem
lægstan, látið okkur umhugað um, að félagsmenn fengju ailtaf sem
mest fyrir árgjald sitt. Á þennan hátt ruddi Mál og menning nýja
braut í bókaútgáfu sinni, lækkaði svo bókaverð í landinu sem
frægt er orðið.
Jafnhliða vexti útgáfunnar höfum við reynt að vanda hana sí-
6