Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 59
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
53
sveitanna fetuðu í fótspor borgaranna og settu á sjálf-
stjórn í málum sínum. Á nokkrum vikum liafði liið
margþætta embættismannavald einveldisins hrunið í
rústir fyrir fyrsta áhlaupi byltingarsinnaðrar múghreyf-
ingar, sem með fullu virðingarleysi plebejans lagði
liendur á íykfallnar stofnanir og púðraðar hárkollur
þess. Að því loknu færði byltingin sig feti dýpra og
tók nú að ráðast á félagslegar og atvinnulegar rætur
liins gamla stjórnarfars. Bændur Frakklands fóru á
sína vísu að leysa þau viðfangsefni, er þeim lágu mest
á hjarta, en það var afstaða þeirra til jarðarinnar, er
þeir erjuðu, og til þeirra manna, er þeir ólu með á-
vöxtum hennar og vinnu sinni. Allan seinni liluta júlí-
mánaðar geysuðu bændauppreisnir í sveitum Frakk-
lands. Vopnaðir bændur réðust á hallir aðalsins og
ónýtlu skjöl og skilríki, er höfðu að geyma ákvæði
um lénskvaðir þær, er þeir urðu að gjalda aðlinum.
Bændauppreisnir þessar sýndu Ijóslega, að byltingin
var eklci lengur einkamál óánægðrar borgarastéttar.
Byltingin risti plógstreng sinn þvert yfir þjóðfélagið
og skildi á milli þjóðarinnar og sérréttindastéttanna.
Meðan öldur byltingarinnar flæddu rismiklar um
borgir og byggðir Frakklands, sat þjóðsamkoman í Ver-
sölum og horfði á aðfarir liöfuðskepnanna. Um stund
leit út fyrir, að hún hefði misst taumanna á byltingunni.
Háaðallinn sá sitt óvænna og var þegar farinn að flýja
land og hinum borgaralegu lögfræðingum þriðju stétt-
ar var nóg um þá lítilsvirðingu réttar og laga, er bylt-
ingarlireyfingin liafði sýnt í livívetna. Þjóðsamkoman
varð að lilutast til, ef liún átti ekki að heltast úr lest-
inni.
Á næturfundi 4. ágúst 1789 gerðust þau tíðindi í þjóð-
samkomunni, sem sýndi hvorttveggja í senn, alvöru
liðandi stundar og ást Frakka á dramatiiskum áhrifa-
meðölum. Hinir ungu aðalsmenn samkomunnar risu
upp liver á fætur öðrum og afsöluðu sér réttindum