Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1940, Blaðsíða 80
74 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR neitað, aS einstaka kvæði hefur mistekizt aS verulegu leyti, en slíkt er ekki fátitt um verk íslenzkra skálda, svo sem kunnugt er. Jóhannes er enn sem fyrr baráttuskáld islenzkrar alþýðu, og henni eru flest kvæðanna helguS, beint eða óbeint. Jóhannes hefur áður ort margt um svipuð efni, flest vel og sumt með ágætum, en þó bera sum kvæðin i þessari hók vott um ótvi- ræða framför frá fyrri kvæðum höfundarins. Hugsunin er skýr- ari, ljóSformið öruggara og mýkra, málið fegurra og fágaðra en svo oft áður. Gott dæmi er inngangskvæðið, „Mitt fólk“. Skáld- ið leikur sér að Ijóðforminu, það er seiðandi Ijóðræn mýkt yf- ir hverri línu: Mitt fólk! Mitt fólk! ViS erum sífellt eitt, — ef andi þinn vill hvild, er sál mín þreytt, ef þú vilt stríð, þá fer ég strax í stríð, — við stöndum, föllum saman alla tið. Ég sendi Ijós í sorg og myrkur þitt, — í sorg og myrkri ert þú ljósið mitt. Næsta kvæði, „Þegar landið fær mál“, er baráttuhvöt og er líka ágætur skáldskapur, þrungið mælsku, þýtt og karlmannlegt i senn. — Skáldið gleymir ekki heldur striðandi alþýðu annarra landa. Hér eru kvæði um Spán, Abessiniu, Tékkó-Slóvakíu, Kína, erfiljóð um Maxim Gorki, kvæði um heimsfriðinn. Margt er vel sagt i kvæðum þessum, en það er samt auðséð, að Jóhannesi lætur betur að yrkja um sitt eigið land og þjóð, enda munu fá skáld samgrónari lífi og baráttu islenzkrar alþýðu í fortíð og nútíð, eins og næstsíðasta bók hans, „Hrímhvita móðir“, sýndi á glæsilegan og ótvíræðan hátt. Ilvergi tekst Jóhannesi betur upp en þegar hann yrkir um sveitina og fólkið þar. Hann er sjálfur borinn og barnfæddur langt frammi í íslenzkum dal og er tengdur uppruna sínum og æsku svo sterkum böndum sem verða má. Skáldskapur hans, bæði fyrr og siðar, ber þess glöggar menjar, að hann hefur dreymt stóra og djarfa drauma í æsku; allar glæsilegustu vonir sveitaæskunnar, öll rómantík hennar, hefur eitt sinn verið eign hans. Hann hefur orðið að þola það að sjá, að þessir björtu draumar voru ekkert nema draumar, vonirnar og raunveruleik- inn voru tvennt ólíkt. Jóhannes hefur ekki látið bugast við þetta, þvert á móti, manndómsárin hafa bent honum á nýjar, raunhæf- ari leiðir að markinu. En sársaukalaus hafa vonbrigðin ekki verið. Það sýna sum kvæðin í þessari bók, t. d. „Grát þú ei“, „Þá var ég svo ungur“, „Og þó —“ og fleiri. Hugsunin um fólkið í sveitinni, þráin eftir að veita því birtu og yl, er alltaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.