Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 19

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 19
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 13 Hleypidómaleysi nútimans botnar ekki í, að hugsjónir hans, sem eru nú flestar okkur öllum gjaldgengar, gætu þá, þegar þær fyrst voru fluttar fram, komið svona bylt- ingu af stað og bakað honum slíka andúð, sem raun varð á. Og menn nútímans spyrja forviða, livað táknaði Georg Brandes þá, þegar hann byrjaði upplýsingarstarf sitt, og hvaða þýðingu hafði og félck það á menningarlíf Dana? Ef svara ber i fáum orðum, verður það eitthvað á þessa leið: Hann veitti frjálslyndum liugsjónum Vesturálfunnar inn í andlegt líf Dana, sem þá var að mörgu leyti stirðnað andlega og siðferðislega. Sjálfur segir hann i „Meginstraumum“ um hlutverk sitt, að hann lioðaði enskan natúralisma, frakkneska róm- antik og stefnu hins unga Þýzkalands, með öðrum orðum anda iivltingarársins 1848. Og við getum einnig sagt, að það liafi verið skoðanir Taines, St. Beuves, Renans og Stuarts Mills, sem hann harðist fyrir að kenna löndum sínum, eða réttara sagt öllum Norðurlandabúum. Þegar Brandes tók meistarapróf 1864, var hann ennþá lærisveinn Heibergs og hafði ekki losað sig við áhrif úr- eltra heimspekilegra skoðana í fagurfræði. En á ferðum sínum til Frakklands kynntist hann nýjum hugsjónum. Hugsunarháttur hans tók stakkaskiptum. Hann sneri al- gerlega baki við hinum óeiginlegu beimspekilegu aðferð- um fagurfræðinnar i anda Hegels og Heibergs og lærði að meta hinn eiginlega veruleika og að leita hinna sögu- legu og sálfræðilegu skilyrða að baki bókmennta-hlutverk- um mannanna. Kjörorð hans í fagurfræðilegum rannsólcn- um urðu: „Virkelighedsstudium og Problemdebat“. Iíann kynntist persónulega í Frakklandi og Englandi þeim mönnum, sem voru brautryðjendur á sviði fagur- fræði, sögu og bókmenntasögu. Taine kenndi bonum að meta bókmenntir sögulega sam- kvæmt ráðandi eiginleikum hinna ólíku þjóða, manna og tímabila, og að skoða þessa eiginleika sem afleiðingar þjóð- ernis, umhverfis (milieu) og tímabils. Sainte-Beuve kenndi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.