Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Blaðsíða 32
2G
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ritháttur lians var lifandi og persónulegur, kjarnyrtur
og lipur, líkur honum sjálfum, „le style c’est l’homme“,
Hann hóf munnlega, létta fyrirlestraformið í dönsku
lesmáli, liann er í því að nokkru leyti eftirmaður Kierke-
gaards, og er eins og hann elskhugi móðurmálsins, ste'fnu-
fastur í því að fága mál sitt á rammdanskan liátt.
Það var viðburður að hlusta- á fyrirlestra hans, allir
eru sammála um það. Hlustendur hans frá 1871 álitu liann
eins konar „Sankti Georg, hinn geiglausa riddara í bar-
áttunni gegn kúgun og heimsku.“ Einn samtíðarmanna
lians segir um fyrirlestra hans frá 1887 um stefnu hins
unga Þýzkalands: „Fyrirlestrar hans voru gneistrandi,
eins og maðurinn sjálfur, sindrandi og logandi, þar sem.
þeir lýstu upp skáld og boðbera marzbyltingarinnar, og
lýstu dulinni glóð gremju og meðaumkunar með þraut-
um þeirra, en fóru svíðandi háði um ofsóknir myrkra-
valdanna.“
Það var einnig viðburður fyrir okkur unga stúdenta
að lesa neðanmálsgreinar hans í „Politiken“, sérstaklega
þegar liann á tímabilinu 1900—04 skrifaði hinar frægu
vikugreinar sínar „Skikkelser og Tanker.“ Við ungir stúd-
entar biðum þeirra með eftirvæntingu. Ennþá, mannsaldri
seinna, man ég eftir ýmsum þeirra, „Clio“, „Bæn til
Aþenu“, „Anatole France“, „Jeanne Marni“, sem fengu
mjög á mig efnisins vegna eða vegna þeirra sérstöku
stemningar, sem stíll og meðferð efnisins vakti hjá lesand-
anum. Ennþá á ég ýmsar þeirra, og fölnaður pappír lið-
inna tíma gerir lestur þeirra enn hugnæmari. Lestur þess-
ara blaðagreina setti hugsanirnar á hreyfingu og daginn
eftir var farið í bókasafn til þess að finna bókina, sem
Brandes hafði bent á.
Georg Brandes kenndi okkur að lesa, að skilja og njóta
skáldskaparins, að finna sál og dýpstu tilfinningar skálds-
ins í verkum þess. Lesið til dæmis uppiiaf lians að grein-
argerðinni fyrir Jobs bók, hve snilldarlega og af hve næm-
um skilningi liann ber saman gríska og hebreska, eða