Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Side 55
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
49
eldingarhraða í maðk -
inn og hala hann
upp. Aðrir fara sér að
engu óðslega, þeir
læðast bara fram og
aftur og beygja sig
niður og tina maðk-
ana eins og krælciber.
En öllum er það sam-
eiginlegt, að þeir eru
þöglir sem steinar,
enginn má segja orð
i návist þeirra, þá
ætla þeir að rifna af
vonzku. Maðkarnir
heyra víst og hræðast
hávaða, svo finna
þeir hka, ef jörðin
titrar, og forða sér.
Sumir þessara manna eru ástríðuþrungnir veiðimenn
og eru nú að birgja sig upp af maðki í næstu ferð austur
að Þingvallavatni eða Sogi, aðrir gera þetta sér að atvinnu,
þvi maðk má selja þeim, sem ekki nenna að tína hann
sjálfir.
Og hérna er saga um lítinn strák, sem tindi maðk:
Ég þekkti hann ekkert að ráði, vissi bara, að hann var
bróðursonur eins kunningja míns, og ég hafði nokkrum
sinnum talað við hann. Hann var orðheppinn og ófeiminn
og gat sagt margt smellið, þess vegna geðjaðist mér óðar
vel að honum. Svo hvarf hann mér sjónum um langan
tíma, en þá var það sumarið fyrir stríðið, að ég sá einu
sinni strák inni í garði viðTúngötu.Ég var að koma af dans-
leik og það var áliðið nætur. Ég man, að veðrið var hryss-
ingslegt, suðaustangjóstur og skúrir, og ég vorkenndi þess-
um vesalingi, sem ráfaði kenghoginn um blautt grasið
og tíndi ánamaðka. Ég staldraði ögn við og virti dreng-
4
Jón Dan.