Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Síða 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
65
forseti skipaði hann sendiherra í Belgíu vegna þess, að
hann vildi hafa glöggan mann á þessum sjónarhóli milli-
ríkjamálefnanna. Davies sendi stjórn sinni ítarlega
skýrslu um hag Rússlands, og er hún prentuð í hók-
inni. Telur hann þar liæði kost og löst á landinu, en álít-
ur landið ákaflega traust atvinnulega og hernaðarlega;
stjórnin sé föst i sessi, en hann telur hættu á, að land-
ið verði einangrað stjórnmálalega. Hvernig sem allt
fari, muni álnif þess á framvindu veraldarinnar fara
mjög i vöxt.
Haustið 1938 er Davies setztur að í Briissel. Sá kafli
hókarinnar, sem fjallar um veru lians í Belgíu og póli-
tískar alliuganir hans þar, er hinn merkilegasti. Miinch-
ensamkomulagið er búið að gefa Hitler tögl og hagldir
á meginlandinu, áróðurslygar afturlialdsins um vanmátt
Rússlands ganga fjöllunum liærra. Davies skrifar Roose-
velt forseta bréf um þetta (18. janúar 1939): „Að minni
hyggju er hæði sovétstjórnin og her hennar töluvert
sterkari en ætlað er á sumum stöðum í Evrópu ....
Ef sú ógæfa vrði, að hrjótast rnundi út ófriður milli
einræðisríkjanna og lýðræðisrikjanna, þá mundi sovét-
stjórnin verða miklu voldugri aðili en afturlialdsmenn
Evrópu vilja játa, og liún gæti orðið að hinum mestu
notum.“ Davies sér greinilega, hverju fram vindur með
Evrópu. Hann telur þess ekki langt að biða, að aftur
svrti að í álfunni — í Pólska liliðinu eða í Úkraínu.
En það er hvergi pólitísk forysta nema í einræðisrikj-
unum. Davies sér enga aðra leið út úr ógöngunum en
]iá, að Rússland sé hvatt til að halda fast við sameigin-
legt öryggi. Hann segir í hréfi til Harrys Hopkins, að
stefna Chamberlains muni hrella ráðstjórnina svo mjög,
að Rússland muni semja atvinnulegt og pólitískt vopna-
hlé við Þýzkaland. Hann spáir því einnig, að aftur-
haldið í Frakklandi og Englandi muni hráðlega grát-
hæna sovétstjórnina um liðveizlu, en þá kunni það
að verða of seint. Svo greinilega sá Davies fyrii afleið-
5