Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 72
66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ingar hinnar ábyrgðarlausu og glæpsamlegu stefnu
Chamberlains.
Sjölta febrúar ræðir Davies við Mr. Hudson, forstjóra
verzlunarmálaráðuneytisins brezka. Hudson lék mjög
hugur á að frétta af högum Rússlands. Davies skrifar
í daghók sína: „Eg tjáði honum staðreyndirnar hrein-
skilnislega, eins og þær komu mér fyrir sjónir. Hann
var undrandi — honum var jafnvel brugðið. Hann sagði:
„Þetta er furðulegt. Hvers vegná fáum við ekki sams
konar skýrslur frá mönnum okkar í Moskvu? Þeirra
skýrslur eru álveg gagnstæðar.“
Það verður ekki annað ráðið af þessum orðum en
brezk stjórnarvöld hafi beinlínis verið blekkt um hag
Rússlands; stéttarfordómar sendisveitarinnar hafa orð-
ið skynseminni yfirsterkari. Forystumenn Rretlands
vildu ekki horfa framan í staðreyndirnar, og það stoð-
aði ekkert, þótt Davies færi til Lundúna í byrjun apríl-
mánaðar 1939 og bæði Kennedy, sendiherra Bandaríkj-
anna, að skila því til Chamberlains, að hann skyldi fara
varlega, því að hann mundi knýja Stalín til að semja
við Hitler, ef Vesturveldin héldu áfram uppteknum
hælti gagnvart Ráðstjórnarríkjunum. Davies segir and-
varpandi í dagbók sinni: „Einhvern veginn virðist vera
ómögulegt að fá áheyrn í þessu Lundúnaandrúmslofti.“
Þetta fór allt á þann veg, er Davies liafði spáð. í árs-
lok 1939 fer hann lil Bandaríkjanna og leggur niður
embætti sitt í Belgíu. En liann fylgist nákvæmlega með
pólitískri þróun Rússlands, eftir að styrjöldin er skoll-
in á. Athugasemdir hans í dagbókinni bera höfundin-
um enn sem fyrr vitni um skilning lians á hinrii póli-
tísku viðburðarás. Og þegar Hitler hóf krossferðina
gegn Rússlandi, heitir Davies öllum áhrifum sínum til
að efla samvinnu Bandaríkjanna og Rússlands. Sér-
staklega hrýnir liann það fyrir stjórn Bandaríkjanna, að
hjálp Ámeriku verði ekki aðeins til að sýnast, svo að