Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 73
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
67
Rússland hafi ekki ástæðu til að ætla, að verið sé að
nota það í annarra þágu.
Að bókarlokum segir Davies um Rússland og vald-
liafa þess: „Það er skoðun mín, að rússneska þjóðin,
sovétstjórnin og sovétleiðtogarnir láti í raun og veru
stjórnast af óeigingjörnum hvötum. Það er markmið
þeirra að efla bræðralag mannanna og bæta kjör al-
þýðunnar. Þeir vilja skapa þjóðfélag, þar sem menn
geta lifað sem jafningjar og láta stjórnast af siðferðis-
legum hugsjónum. Þeir eru hollvinir friðarins. Þeir hafa
lagt mjög að sér til þess að framkvæma þessi andlegu
markmið. Þeir berjast okkar iaráttu gegn Hitlerism-
anum og þeir ættu að fá alla þá hjálp, er við getum
í té látið, eins fljótt og auðið er, og með eins vinsamr
legri samvinnu og okkur er auðið.“
Þessar eru niðurstöður Josephs E. Davies, eftir að
hafa kynnzt þjóðum og leiðtogum sósíalismans. Þetta
er vitnisburður manns, sem hefur skyggnzt bak við tjöld-
in í hinum ægilega leik heimsstjórnmálanna siðustu
fimm ár. Hleypidómaleysi bókar hans og hinar merki-
legu heimildir, er hún hefur að geyma, mun tryggja
henni líf löngu eftir, að dægurflugur blaðamennsk-
unnar liafa lifað sitt stutta sumar.
Sverrir Kristjánsson.
5*