Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Síða 84
78 TÍMARIT MALS OG MENNINGAR Iátinn, að auðsætt virðist, að hann hafi öllu heldur vcrið veitt- ur honum til háðungar en andlegrar forfrískunar, — 500 lcrónur á ári(!) En þetta voru krepputímar einsog þegar Thorsteinsson bankastjóri íslandsbanka gat ómögulega keypt þræltryggðan víxil uppá einar 300 krónur af höfundi þessara lína, afþvíað „við þurfum að hjálpa framleiðslunni“. Svona finnur guð hina ólíklegustu vegi tilað opinbera smælingjunum mikilleik hinna stóru. Nokkru siðar fæst styrkurinn liækkaður uppí 1500 krónur og er scttur á 18. grein fjárlaganna, en í því fólst opinbert dreng- skaparlieit af hálfu Alþingis íslendinga, að þetta ætli það að hafa manndóm i sér til að standa við að greiða til æfiloka gömlum og slitnum manni, sem hafði skrifað margar bækur í kringum- stæðum, sem siðað þjóðfélag myndi tæplega hjóða hundum. Og höfundurinn reikar nokkra daga einsog fyrir utan þetta til- vernstig yfir þessari óvæntu veraldarupphefð, heyrir ekki það, sem við hann er sagt, lilustar ekki lengur á þetta gamla sinámuna- þrugl stéttarbræðra sinna, er í fyrsta sinn á æfinni mikill maður. Hann er skyndilega hafinn uppá hærra plan í heimi andans. En — aðeins stutta stund. 1500 krónur hrökkva skammt til að leysa snauðan mann úr fjötrum hinna lægri plana fortíðarinnar. Hann verðnr að gera sér að góðu að setjast að við sóðalega moldargötu, láta sér nægja litla herbergiskompu og sætta sig við, að um hana gangi allskonar lirakhólafólk, er hirist í svolítilli hliðarskonsu úti- undir súðinni. En í þessari vistarveru situr höfundurinn samt ion og don myrkranna millum og skrifar eina af merkilegustu æfisögum, sem ritaðar hafa verið ú íslandi. Þar endar hin prent- aða striðsliistoría Theódórs Friðrikssonar í þessum heimi. í þessari styrjaldarsögu er einn gildur þáttur, sem gerir hana ólíka öllum öðrum sjálfsæfisögum alþýðumanna í íslenzkum bókmennlum. Það er ástríða höfundarins til ritstarfa í þessum líka lifskjörum. Þessi uppreisn gegn aðstæðunum gerir persónu- leika höfundarins sérstæðari fyrir þær sakir, að rithneigðin er honum ekki meðsköpuð, heldur kemur hún skyndilega yfir hann, eftirað hann er fullmótaður einstaklingur, háttá þrítugsaldri. Ilann endurfœðist. Allt framað því augnabliki er hann ósköp venjulegur maður, með sömu hugðarefni og allir hinir, sem ráð sitt eiga undir líkamsorku sinni, — samlitur hjörðinni, sem hann er vaxinn upp í. Einu lifshugsjónir hans öll æskuárin eru að hafa góða matarlyst, borða vel, togna úr kútnum, verða sterk- ur — og sjá, hvernig liöfðingjarnir bera sig til. Það verður ekki séð, að með honum leynist nokkur þrá til lærdóms og mennta. Hann þrevtir ekki hugann yfir tafli mannlífsins. Hann brýtur ekki heilann um lífsgátuna. Hann sýnist enga girnd hafa til að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.