Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 90
84 TÍMARIT MÁLS OG MENNItfGAR „Það urraði í Eggerti eins og réiðum hundi, en eg sá ekki betur en hann væri orðinn alveg máttlaus við borðið, þar sem hann var að krassa i sundur síldina" (bls. 405). Orðið alveg er of máttlaust í samanburði við urraði, reiSum hundi og krassa. Ekki hefur höfundinum fyllilega tekizt að komast ofangarðs hjá þeirri freistni að frysta stil sinn hér og þar með oftuggn- um orðum og orðatiltækjum, sein varpa hugsunarlausum upp- ctningsblæ á setningarnar. Meðal slíkra hrasana eru t. d.í vor- draumar á bls. 55, að reka upp hljóð eins og sært fórnardýr á bls. 89, glaöur og reifur á bls. 427, að legsa frá skjóðunni á bls. 001, að liafa liimin höndum tekið á bls. 714. En það má þó Theó- dór eiga lífs og liðinn, að hann leggst ekki eins hundflatur í þess- ari „mekkaníseringu" hugsunarinnar og ýmsir aðrir forheimsk- endur stílsins. Nokkurs ófrumleika gætir i því, að höfundurinn skapar sjald- an samlíkingar að nýju, heldur gerir sér létt um vik og gripur iiðinn, sem borið er samanvið úr eldri samlíkingum eða alkunn- um fyrirbærum í þjóðtrú vorri eða bókmenntum. Þannig verð- ur liið töfrandi eins og fannhvítar álfaborgir, hið smáa einsog dvergar, hið stórbrotna einsog tröll, hið afkastamikla einsog kappar, hið hamramma einsog berserkir, liið afskipta einsog útilegumenn. En þessi alþýðlega likingalist fer þó ekki illa i stil Theódórs. Endrum og eins hendir höfundinn sú skyssa að lýta frásögn sína með óþarfa útskýringum. Ein þeirra er i sögunni af sjóferð þeirra Magnúsar frá Höskuldarkoti úr Njarðvík inní Hafnarfjörð. Magnús situr undir ágjöf, og er henni lýst á þessa leið: „Var hann vel þvcginn, er hann kom til Hafnarfjarðar, þvi að liann féklc marga skvettuna." Síðari aukasetningunni: „því að hann fékk inarga skvettuna“ er ofaukið. Hitt segir nóg. Þess finnast dæmi, en ekki mörg, að inní hugsun höfundarins skreppi meinloka. Ein er á bls. 90: „Er við vorum norðan undir miðri Hvaltjörn, komum við auga á ógurlegt kvikindi, cinhvern silfurgráan flatan fisk á þriðju alin á lengd með stórum augum og ljótum kjafti.“ Hvernig geta þeir vitað, að kvikindið er á þriðju alin á lengd og með stórum augum og ljótum kjafti, með- an þeir eru ekki komnir nær því en það, að þeir sjá það bara tilsýndar? Mikla raun eykur það semjanda þessara lína, að Theódór Friðriksson skuli stundum stingast ofaní þann listbrest, sem margir islenzkir höfundar hafa skroppið niðurúr á undan hon- um, að hér cða þar hafi gerzt ýms æfintýri, en frá þeim verði ekki sagt á þessum stað. Slíkt er, kurteislega sagt, bjánalegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.