Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 90
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNItfGAR
„Það urraði í Eggerti eins og réiðum hundi, en eg sá ekki betur
en hann væri orðinn alveg máttlaus við borðið, þar sem hann
var að krassa i sundur síldina" (bls. 405). Orðið alveg er of
máttlaust í samanburði við urraði, reiSum hundi og krassa.
Ekki hefur höfundinum fyllilega tekizt að komast ofangarðs
hjá þeirri freistni að frysta stil sinn hér og þar með oftuggn-
um orðum og orðatiltækjum, sein varpa hugsunarlausum upp-
ctningsblæ á setningarnar. Meðal slíkra hrasana eru t. d.í vor-
draumar á bls. 55, að reka upp hljóð eins og sært fórnardýr á
bls. 89, glaöur og reifur á bls. 427, að legsa frá skjóðunni á bls.
001, að liafa liimin höndum tekið á bls. 714. En það má þó Theó-
dór eiga lífs og liðinn, að hann leggst ekki eins hundflatur í þess-
ari „mekkaníseringu" hugsunarinnar og ýmsir aðrir forheimsk-
endur stílsins.
Nokkurs ófrumleika gætir i því, að höfundurinn skapar sjald-
an samlíkingar að nýju, heldur gerir sér létt um vik og gripur
iiðinn, sem borið er samanvið úr eldri samlíkingum eða alkunn-
um fyrirbærum í þjóðtrú vorri eða bókmenntum. Þannig verð-
ur liið töfrandi eins og fannhvítar álfaborgir, hið smáa einsog
dvergar, hið stórbrotna einsog tröll, hið afkastamikla einsog
kappar, hið hamramma einsog berserkir, liið afskipta einsog
útilegumenn. En þessi alþýðlega likingalist fer þó ekki illa i
stil Theódórs.
Endrum og eins hendir höfundinn sú skyssa að lýta frásögn
sína með óþarfa útskýringum. Ein þeirra er i sögunni af sjóferð
þeirra Magnúsar frá Höskuldarkoti úr Njarðvík inní Hafnarfjörð.
Magnús situr undir ágjöf, og er henni lýst á þessa leið: „Var
hann vel þvcginn, er hann kom til Hafnarfjarðar, þvi að liann
féklc marga skvettuna." Síðari aukasetningunni: „því að hann fékk
inarga skvettuna“ er ofaukið. Hitt segir nóg.
Þess finnast dæmi, en ekki mörg, að inní hugsun höfundarins
skreppi meinloka. Ein er á bls. 90: „Er við vorum norðan undir
miðri Hvaltjörn, komum við auga á ógurlegt kvikindi, cinhvern
silfurgráan flatan fisk á þriðju alin á lengd með stórum augum
og ljótum kjafti.“ Hvernig geta þeir vitað, að kvikindið er á
þriðju alin á lengd og með stórum augum og ljótum kjafti, með-
an þeir eru ekki komnir nær því en það, að þeir sjá það bara
tilsýndar?
Mikla raun eykur það semjanda þessara lína, að Theódór
Friðriksson skuli stundum stingast ofaní þann listbrest, sem
margir islenzkir höfundar hafa skroppið niðurúr á undan hon-
um, að hér cða þar hafi gerzt ýms æfintýri, en frá þeim verði
ekki sagt á þessum stað. Slíkt er, kurteislega sagt, bjánalegt