Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1942, Page 93
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 87 hann þráði að líkjast á yngri árum æfinnar og honum heppnað- ist að nokkru leyti að mynda sig eftir. Hann er harðduglegur til vinnu, skjótur til átaka, snar í snúningum og hugrakkur í hættum, en þó ekki fífldjarfur, þvíað liann ber virðingu fyrir sjálfum sér og lífi sínu. Það er ef til vill þessi þrá höfundarins að verða „mikilmenni", sem alið hefur upp í honum aðdáun á kjarngóðum mat. Hann finnur allur til likamlegrar vellíðunar, hvenær sem hann horf- ir á pennann mála á pappirinn orð, sem táknar sílspikað afslátt- arhross, sauði, sem mikið frálag er í, feita magála, mjalandi bringukolla, lifraða kútmaga og skyrmorknar hákarlsbeitur. En þrátt fyrir þennan smeklc höfundarins á mat, sem „mígur i munninn", er hann öllum þorra manna móralskt þroskaðri. Oft lætur hann sína liagsmuni víkja fyrir hagsmunum annarra, en það er dyggð, sem er fremur sjaldgæf i þessum heimi. Hann flytur sig úr káetuplássi framí lúkar til þess að geta léð um- komulausri konu með barni rúmið sitt frá Austfjörðum til Vest- mannaeyja. Hann ræður sig í fastavinnu lijá útgerðarmanni í Eyjum fyrir lægra kaup en hann hafði þar við lausastörf. Þenn- an greiða gerir hann útgerðarmanninum vegna þess, að hann grunar, að fjárhagur hans sé á fallanda fæti, en liann þarf liins- vegar nauðsynlega á manni að halda í aflahrotu. Þóað þröngt sé í búi hjá honum í lireysinu í Gönguskörðum, fær hann sig ekki til að drepa sér til matar rjúpnagrey, sem leitað höfðu nið- ur í byggðina i frosthörkum og fannburði. Umhverfi hans, sem ekkert skilur annað en lífsfílósófíu meltingarinnar, fær ekki botnað neitt i því, að þetta geti stafað af öðru en bleyðiskap og dugleysi til að bjarga sér. Og þó liafði þetta umhverfi dáðst i hálfa öld að kvæði Jónasar Hallgrímssonar um rjúpuna, sem flaug mædd á miskunn mannanna. Segið þið svo, að góð kvæði hafi ekki siðbætandi áhrif! Önnur megineigind höfundarins er lifsgleði. Það er þessi meðfædda lífsgleði, þessi eðlisrunna upplvfting sálarlífsins, sem ekki á sér undirstöðu i vtri atvikum. Hann er reyndar tæplega eins „glaður og kátur“ og Sigurður frá Balaskarði. En lifsgleði Theódórs er þó svo rík og eðlisgróin, að það er eins og slorlífið, sem hefur orðið hlutskipti lians í heiminum, sé honum oft og einatt ábætir á upplyftinguna. Þessi lífsánægja dregur aftur þann dilk á eftir sér, að hann bcrst siður fyrir umbótum á lífs- kjörum sínum. Þar til kemur ennfremur skortur höfundarins á hugsjóna- gáfn og lifsskilningi. Hann er ósamsettur að eðlisfari, og tilfinn- ingar hans rista ekki djúpt í hin ósýnilegu svið lífsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.