Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 5
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
187
á hverju sviði. Skýr vitnisburður um gengi íslenzkrar nútíma-
listar er t. d. það, að á listamannaþinginu koniu fram þrír
skáldsagnahöfundar, Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Lax-
ness og Kristmann Guðmundsson, sem eiga þekkt rithöfundar-
nafn meðal stærstu menningarþjóða. Og ekki er síður ánægju-
legt að veita þvi athygli, að jafnhliða þvi sem hin' arfhelga list-
grein, bókmenntirnar, öðlast nýtt blómaskeið, verða til nýjar
listgreinar, myndlist, tónlist og leikiist, er náð hafa undramiklum
þroska á örfáum áratugum og draga orðið til sin ýmsa beztu kraft-
ana. Það er sízt ofmælt, að nú sé gróandi í islenzkum listum.
Ég vil kveða sterkara að orði: við lifum á þessari öld mesta
blómaskeið islenzkrar listar frá þvi á tímum fornbókmennt-
anna. Við eigum ekki til meira fagnaðarefni, sem jafnframt
er vitnisburður þess, að íslenzka þjóðin er í annað sinn ung og ný.
Engum ætti að vera kunnugra en lesendum
Samþykktir þessa tímarits, að Menntamálaráð, með styrk ríkis-
þingsins. valdsins á bak við sig, hefur háð furðulegt stríð
við listamenn undanfarin ár. Samþykktir lista-
mannaþingsins bera ótvíræð merki þeirrar deilu. í erinduin og
umræðum var margsinnis sveigt að starfsaðferðum Menntamála-
ráðs, sem ef til vill eru lika einsdæmi í heimi. Hitt er mjög
fjarri sanni, að kaupkröfur væru ofarlega á dagskrá. Listamönn-
um hjá smáþjóð eins og okkar er fyrirmunað að geta lifað af
verkum sínum. Þeir bera vafalaust minnst úr býtuin allra slarfs-
manna þjóðfélagsins, þó að verk þeirra, þegar frá líða stundir,
séu metin verðmætust alls, sem i þjóðarþarfir er unnið. En það
virðist hafa fylgzt hróðurlega að, að listamenn hafa gert iægst-
ar kröfur til launa frá þjóðfélaginu og þjóðfélagið talið meira
eftir fé, sem veitt er til listastarfsemi, en nokkurn annan út-
gjaldalið ríkisins. Hvað smánarlegan piring sem er, hafa lista-
menn oftast þcgið af lítillátu hjarta, svo smáu hafa þeir átt að
venjast. Aðeins einstöku sinnuni hefur einn og einn þeirra,
hafi honum þótt sér sárlega misboðið, látið heyra frá sér ein-
hverja umkvörtun. Og listamannaþingið sveigði i þessa átt
ekki langt frá hinni gömlu hraut. En það var annað, sem lista-
menn auðsæilega sveið undan: óréttlætinu, sem þeir höfðu ver-
ið beittir hæði af Alþingi og Menntamálaráði. Það sýna þær
samþykktir þingsins, er hér fara á eftir:
ÁLYKTANIR.
1. Listamannaþing 1942 lýsir sig andvígt hvers konar and-
legu ófrelsi og telur beinar og óbeinar ráðstafanir valdhafa til
13*