Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 6
188
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
áfarifa á val listamanna á formi og viðfángsefni vera til niður-
dreps allri skapandi starfsenii á sviði listarinnar.
2. Askoranir til Alþingis og ríkisstjórnar.
I.
Listamannaþing 1942 lýsir yfir því, að það telur, að „Mennta-
málaráð íslands“ hafi ekki, eins og það er nú skipað, reynzt
fært um að fara með hagsmunamál listamanna eða önnur mál,
er velferð þeirra varða, og skorar á Alþingi að gera sem fyrst
nauðsynlegar breytingar á skipun þess og afskiptum hins opin-
hera af lista- og bókmenntastarfsemi, svo að tryggt sé, að hún
getið notið sín frjáls og óháð.
II.
Það hefur komið berlega í ljós, svo að hvorki er ágreining-
ur um það meðal almennings né málsmetandi ritdómara, að
bókaútgáfa Menningarsjóðs á síðustu árum hefur ekki náð til-
gangi sinum né verið rekin á þann hátt, sem samboðin sé slíkri
„þjóðarútgáfu" eða rikisútgáfu. Þess vegna skorar listamanna-
þingið á Alþingi að setja útgáfufyrirtæki þessu starfsreglur,
einkum um eftirfarandi atriði:
1) að bækur séu valdar við almennings liæfi og til eflingar
menntun og smekk í landinu.
2) að frágangur sé virðulegur, einkum er prentuð eru úrvals-
rit íslenzkra hókmennta.
3) að ekki sé stofnað til óheilbrigðrar samkeppni við þá út-
gefendur og útgáfufélög, sem halda uppi útgáfu innlendra
samtiðarbókmennta.
4) að gætt sé almenns velsæmis í auglýsingastarfsemi og áróðri.
III.
Listamannaþingið vill leiða athygli Alþingis að eftirfarandi
atriðum:
1) Þeim listamönnum og rithöfundum, er launa nutu sam-
kvæmt 18. grein fjárlaga, var raunverulega gefið beint fyrir-
heit löggjafans um að þeir nytu þeirra launa ævilangt.
2) Þetta fyrirheit löggjafans liefur verið rofið með því fyrir-
komulagi, sem nú ríkir um úthlutun fjár til skálda og lista-
manna.
3) Slíkt brot á raunverulega gefnu heiti getur ekki talizt sam-
boðið virðingu hins liáa Alþingis, og auk þess skapar sú
ráðabreytni óvissu og öryggisleysi fyrir þessa menn og