Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 7
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
189
aðra, er til greina hefðu komið síðar. En þetta allt sam-
an hlýtur að draga mjög úr möguleikunum fyrir þvi, að
fullgild ritverk og önnur listaverk geti orðið til, og er
því beinlínis til tjóns fyrir menningu þjóðarinnar á þess-
um sviðum.
Af þessum rökum skorar listamannaþingið fastlega á Alþingi,
að það komi nú þegar á föstum fjárveitingum til einstakra skálda
og listamanna, eins og var til ársins 1939, og þá fyrst og fremst
allra þeirra, sem þá nutu launa samkvæmt 18. grein fjárlaganna.
*
Menntamálaráð úthlutar því fé til rithöfunda og listamanna,
sem veitt er fyrir ákveðið timabil í senn, enda verði þá Mennta-
málaráð endurskipulagt með lögum, og fái fulltrúar frá Banda-
lagi íslenzkra listamanna sæti í ræðinu eftir nánari reglum.
1 öðru lagi krafðist listamannaþingið þess, að ekki yrði skert- •
ur höfundarréttur né prentfrelsi í landinu og skoraði á Alþingi
að nema úr gildi viðbótalög frá 1941, er settu eins konar bann
við útgáfu á fornrilunum og mæltu svo fyrir, að eingöngu skyldi
leyfð prentun á þeim með svonefndri „samræmdri stafsetningu
fornri“, sem engin er til. Hefur lagaskrípi þetta nýlega verið
tekið hátiðlega af dómurum undirréttar, hvað sem hæstiréttur
kann að gera. Væri vansaminnst fyrir Alþingi, úr því sem kom-
ið er, að hraða afnámi þessara laga.
Meginið af samþykktum þingsins eru tillögur um breyting-
ar á listamannalöggjöfinni, sem orðin er mjög gömul og úrelt:
Þar sem rithöfundalöggjöf vor og önnur löggjöf, er að ein-
hverju leyti fjallar um listir og lista'vernd, er orðin mjög úrell
og ófullkomin, svo að ekki er við hlítandi lengur, skorar Lista-
mannaþingið á Alþingi og rikisstjórn að sjá um, að samin verði
fullkomin listamannalöggjöf hið allra bráðasta, við hæfi nú-
tímans.
En til þess að ba?ta úr brýnustu nauðsyn og leiðrétta nú
þegar helztu misfellur, sem á eru, skorar Listamannajnngið jafn-
framt á Alþingi að setja til bráðabirgða lög um eftirfarandi
atriði:
1. Óheimilt er að gera eftirlíkingar (kopíur) af myndum lista-
manna, hverju nafni sem nefnast, nema með leyfi viðkom-
andi listamanns, erfingja hans (sé hann látinn), eða þess,