Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 8
190
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
er löglegt umboð hefur fyrir hann; skal þá, ef um sölu er
að ræða, greiða fyrir leyfið samkvæmt taxta, er stéttarfélag
myndlistamanna hefur viðurkennt. Sama gildir um ljósmynd-
un listaverka, ef slikar myndir eru margfaldaðar á einhvern
hátt til sölu, eða verk listamanna hagnýtt í auglýsingaskyni
eða á nokkurn hátt til hagnaðar.
2. Óheimilt skal að sýna opinberlega verk myndlistamanns, séu
þau í einkaeign, nema ineð leyfi hans, erfingja hans, eða þess, er
löglegt umboð hefur fyrir hann. Þetta gildir þó ekki um þau
verk, sem tilheyra listaverkasafni í einkaeign, sé það opið al-
menningi samkvæmt opinberri reglugerð. — Ákvæði þessi falla
niður, þegar 50 ár cru liðin frá dauða listamannsins.
3. Ríkið skal láta reisa hús yfir listasafn rikisins og skipa mann,
sem hefur góða þekkingu á myndlist, til þess að veita safn-
inu forstöðu, og skal hann bera ábyrgð á þeirri stofnun.
4. óheimilt er, þó að 5 ár séu liðin frá útkomu ritverks eða
tónverks, að taka það eða hluta þess til flutnings opinber-
lega i útvarp, eða á annan hátt svo að gjald komi fyrir,
nema með leyfi höfundar, erfingja hans (sé hann látinn),
eða þess, sem löglegt umboð hefur fyrir hans hönd eða erf-
ingjanna.
Um greiðslu fyrir slíkan flutning fer samkvæmt samningi
við höfundinn sjálfan eða þann, sem umboð hefur fyrir hann,
eða — sé slíkur samningur ekki fyrir hendi — samkvæmt
gjaldskrá, er stéttarfélag höfunda setur.
Sé um flutning í útvarp að ræða, greiðir Itikisútvarpið höf-
undi — auk þóknunar til þess, sem flytur — nánar tiltekna
upphæð, en stéttarfélag höfundar annast innheimtu á þvi
gjaldi fyrir hans hönd.
Minnst fer fyrir kröfum um hækkuð fjárframlög, en þær eru
þessar:
Listamannaþingið skorar á Alþingi að gæta þess, að fjárveit-
ingar rikisins til bókmennta og lista fari hækkandi í eðlilegu
hlutfalli við lieildarupphæð fjárlaganna.
*
Listamannaþingið skorar á Alþingi að veita i næstu fjárlög-
um og framvegis sérstaka fjárhæð til utanfarar rithöfunda og
listamanna, svo ríflega, að hrökkvi til hóflegs ferðakostnaðar
og dvalar erlendis í eitt ár fyrir einn félagsmann úr hverju