Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 9
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
191
félagi innan Bandalags islenzkra listamanna. Skal Menntamála-
ráð úthluta fé þessu, en þó komi ekki aðrir til greina en þeir,
sem láta fylgja umsókn sinni meðmæli Bandalags íslenzkra lista-
manna, að fengnum tillögum frá félagi umsækjanda.
Þessi fjárveiting komi á engan hátt niður á öðrum framlög-
um ríkisins til bókmennta og lista.
*
Listamannaþingið væntir þess, að ríkisstjórnin líti svo á, að
hækkun sú á grunnlaunum opinberra starfsmanna, sem heimil-
uð var á síðasta Alþingi, nái og til alls þess fjár, sem veitt
er í fjárlögum 1942 til bókmennta- og listastarfsemi.
*
Listamannaþingið skorar á hið háa Alþingi, að það auki til
muna frá því, sem verið hefur, fjárveitingar til eflingar leik-
starfseminni í landinu.
Styrkveitingarnar verði tvenns konar:
A. Til leikfélaga, sem starfa reglulega og halda uppi leiksýn-
ingum að staðaldri.
B. Tii einstakra leikara, ýmist til náms, leikstarfsemi eða sem
heiðurslaun. — Fyrst um sinn sé lögð sérstök áherzla á að
veita fé til náms og framhaldsmenntunar.
3. Aðrar ályktanir.
Listamannaþing 1942 lýsir samúð sinni, virðingu og þakkláts-
semi í garð þeirra þjóða, er nú berjast gegn ofbeldi og kúgun .
og fyrir frelsi og bræðralagi einstaklinga og alls mannkyns.
*
Listamannaþingið skorar á Alþingi, ríkisstjórn og þjóðleikhús-
nefnd, að beita sér fyrir þvi, að Þjóðleikhússbyggingin verði
rýmd þegar í stað. — Jafnframt verði nú þegar hafinn undir-
búningur að fullnaðarsmíði hússins og rekstri þess sem raun-
verulegs Þjóðleikhúss íslands.
Listamannaþingið 1942 ályktar, að næsta þing íslenzkra lista-
manna skuli kvatt saman 26. maí 1945, á liundruðustu árstíð
Jónasar Hallgrimssonar, og skorar á Bandalag íslenzkra lista-
manna að efna í tæka tíð til undirbúnings þessa þings.