Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 16
198
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
honum voru veittar 4000 kr., en hann þótti ekki nógu auð-
sveipur við formann Menntamálaráðs og var lækkaður í verði
og fékk ekki nema 3000 kr. árið eftir, en kjarkurinn hrökk ekki
til að setja hann lægra. Hefur farið eftir árlegum duttlungum
ráðsins um styrkveitingar til rithöfunda og listamanna. Þeim
hefur ýmist verið umbunað með 200—1000 kr. styrkhækkun eða
refsað með álíka lækkun frá ári til árs. T. d. er þess að geta
um Theodór Friðriksson, er hann hafði lokið merkri sjálfs-
ævisögu sinni, að þá lióknaðist Menntamálaráði að lækka styrk
hans úr 1500 kr. niður i 1000 kr.
í umræðum listamanna á þinginu og í viðtöl-
Skilyrðin, sem um, sem þeir áttu við blaðamenn, bergmálaði
íslenzk list á alls staðar: islenzk list býr við óþolandi skil-
við að búa. yrði.
Sú var tíð, að hefja átti leiklistina, og þá
var ákveðið að reisa Þjóðleikhúsið. Sem frægt er að endemum
var því valinn hinn óheppilegasti staður við Hverfisgötu. Bygg-
ingin var reist gífurlega stór, svo að lítt var stillt i lióf, en
kunnugir telja, að ekki myndi hún notast að sama skapi. í féð
átti ekki að horfa, og hússkrokkurinn komst upp, mikill ásýnd-
ar, en innrétting öll beið, þvi að lengra hrökk ekki viljinn né
getan. Híkið liafði veitt liluta af skemmtanaskatti til byggingar-
innar, en lenti sjálft í kröggum og tók hann í eigin þarfir til
að bjarga sér. Þegar landið var hernumið, þóttist herstjórnin
ekki hetur geta lýst virðingu sinni fyrir íslenzkri listviðleitni
en með þvi að taka þjóðleikhússbygginguna fyrir pakkhús lianda
hernum, og mótmæli íslenzkra stjórnarvalda, ef nokkur voru,
hrukku skannnt eins og endranær. Leikfélag Reykjavíkur verð-
ur að horfa á þessa byggingu grotna niður, án þess nokkuð
virðist aðhafzt til að fá hana rýmda og ljúka fullnaðarsmíði
hennar. Rikisstjóri sagði í setningarræðu sinni á listamanna-
|)inginu:
„Þing þetta sýnir, að nú er sannur gróandi á sviði listanna
á íslandi. Það veltur á miklu, að hann dofni ekki fyrir kæru-
leysi og aðhlynningarleysi.
Táknrænt dæmi um, að vér megum hafa alla gát á oss i
þessu efni, má sjá með því að ómaka sig stuttan spöl upp Hverf-
isgötu. Þar standa tvö hús hlið við hlið. Safnhúsið og Þjóðleik-
liúsið. Annað er fullt af dýrmætum listasjóðum — yfirfullt, en
vanhirt hið ytra. Hitt er sem stendur pakkliús, að vísu snoturt
ytra, en tómt hið innra af því, sem þar var ætlað rúm. Mig
kennir til i hve.rt skipti, sem ég fer þarna um. Þetta er ekki
skemmtilegur vottur um menningu íslendinga."