Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 23
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 205 sönnunargögn aö leggja fram fyrir því, að við séum menningar- þjóð. En það mun fyrst og fremst vilja sjálfstæði okkar til lífs, að við eigum þessi sönnunargögn — og þau eru enn sem fyrr bókmenntir okkar og listastarfsemi. Enska rikisstjórnin tók það fram í yfirlýsingu til islenzku þjóðarinnar á fullveldisdaginn fyrsta eftir að landið var hernumið, að vegna fornra og nýrra bókmenntaafreka bæri að virða sjálfstæði íslands. Þessi rök ber okkur að skilja — og ber okkur að nota. Mig tekur sárt i hvert sinn, er ég heyri fulltrúa íslenzku þjóðarinnar út á við vitna í sjálfstæðismálum okkar einungis til fornbókmenntanna, en sjá það hvorki né skilja, að nútimabókmenntir okkar er jafn- vel enn sterkari rök fyrir sjálfstæði okkar nú, og þeir skuli láta sér sæma að nota ekki aðstöðu sína til þess að kynna nútíma- skáld okkar erlendis og alla listviðleitni þjóðarinnar, sem er einmitt í svo miklum blóma á þessari öld. Gunnar Gunnarsson gerði í viðtali við Morgunblaðið (26. nóv. s.l.) mjög skýra grein fyrir gildi menningar okkar út á við: „í viðskiptum stórþjóða höfum við ekki auðmagn til þess að láta áhrifa okkar gæta. En við höfum menningu okkar og f.ram- tak. Hvorugt þessa mun þess megnugt út af fyrir sig að halda uppi sjálfstæðu islenzku riki. Framtakið er það, sem undirbyggir efnalegt sjálfstæði vort, gefur okkur grundvöllinn undir það að geta búið í landinu sem efnalega sjálfstæðir, ef vel er stjórnað. En framtakið og efna- hagsstarfsemin gefur einnig grundvöllinn undir menninguna. En efnalegt sjálfstæði skapar enga þjóð. Það, sem skapar þjóðina, er menningin og hún er margþætt. Það er hin almenna menning, skólarnir og vísindin, og sér- greinar menningarinnar, listirnar. Inn á við er orðlistin þýðingarmest. en bæði þjóðleg og al- þjóðleg er sú list, sem ekki þarf að þýða til að gera hana ljósa umheiminum, svo sem hljómlist, málaralist og myndhöggvaralist. .... Ég hygg, að okkur sé það lifsnauðsyn, ekki aðeins til innri velgengni, lieldur og til ytra sjálfstæðis (leturbreyt. mín) að styðja list vora i fyllstu alvöru og af fremsta megni.“ Þegar tillit er tekið til hernáms landsins, er enn smánarlegra en ella og beinlinis hættulegt, hvernig forvigismenn þjóðarinnar ýmsir hafa komið fram gagnvart þeim skáldum og listamönu- um, sem eru sjálfstæði þjóðarinnar mest trygging út á við og halda hæst á loft heiðri hennar i dag. Öllum, sem sjálfstæði íslands unna, ber að skynja, að bókmenntir okkar og listir eru traustustu landvarnir okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.