Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 32
214
TIMARIT MALS OG MKNNINGAK
og tröllaspil í misfellulausa líðandi. Höfuðpersónurn-
ar Iieita Hulda og' Randver, hún heiðin sveitaótemja,
liann forrikur fasteignasali frá Ameríku. Eftir ýmis
fáránleg ævintýr sameinast þau og setja bú sem ein-
vrkjar á Litla-Hvoli. Hann hefur eignazt öll gæði ver-
aldar vestan hafs, hún riðið gandi um víðálfur dýrlegra
drauma; cn hamingjuna finna þau hæði að lokum í
því að eiga litið og sinna því sjálf, — eða þar endar
sagan. „Ó, hvað ég' er sæll!“ hrópar Randver, — og
Hulda finnur út, háalvarleg, að „sá, sem hefur fundið
lífsgleðina, — hina sönnu lífsgleði, liann er á veginum
til guðs“. Bókinni lýkur með bænarorðum úr Faðirvori:
„Gef oss í dag vort daglegt brauð! .... Og fyrirgef
oss vorar skuldir!--------“, gleiðletruðum.
Það mætti margt um þessa bók rita, athuga frum-
drög að ýmsu, sem Halldór liefur síðar unnið úr, en
slikl á heima i vísindaritgerð fremur cn afmæliskveðju.
Hér verður látið nægja að henda á það, að þessi litla
og óásjálega hók er lykill, sem ekki verður án verið,
að verki Halldórs, skapgerð og þróun listamannsins.
En vitanlega var hið „eilífa vor“ Randvers og Huldu
honum draumur einn. Hann settist ekki að 1 koti við
einvrkjaunað. Hann hafði setzt við læk og látið hug-
ann reika, — læk hins streymandi mannlífs, sem hann
síðan hefur setið við og drevmt um. Því:
Dáið er allt án drauma
og dapur heimurinn. —
Það liðu fjögur ár þangað til Halldór gaf út næstu
hók sína, Nokkrar smásögur, og hef ég aldrei getað
náð í þær. Árið eftir, tuttugu og tveggja ára, gefur hann
út Undir Helgahnúk, með mynd af kirkju á kápunni,
Kiljan sem kaþólskt skírnarnafn og „frá Laxnesi“ orð-
ið að Laxness. Ýmislegt liefur gei-zt á þessum árum,
og skal það ekki rakið hér, enda er mér það ókunn-
ugt, — og Kaþólsk viðhorf, er kom út 1925, árinu eftir