Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 35
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
217
steinninn úr Bænuin“ og minna Halldór lielzt á „há-
vært garg úr bænum“; en þó að vel liggi á skáldinu,
meðan hann yrkir liinar undursamlegu, en harla sveita-
legu sonnettur, sem eru uppistaða „kantötunnar”, er hin
„pólitíska reiði“ ekki dýpra grafin en það, að þegar
„pótentátar á paldri“ með „vindi skeknum hárum“ dást
að „minnar þjóðar ævialdri“, rennur skáldinu til rifja
sú sjón, sem þessi fjarræna aðdáun vekur fyrir aug-
um hans:
„auralaust fálk, sem hefur á þúsund árum
maulað sitt brauð með baslarans hungurtárum,
blóðrisa og svekkt af arðræningjans galdri,"
og hann hrópar hneykslaður:
— hegr útlendinginn Ijúga þér sveig úr lárum
að Lögbergi í sumarblíðu kaldri!“
Og grunnt er á gamninu, þegar hin „flagglausa stöng“
minnir liann á afhroð það hið mesta, er Islendingar
hafa goldið til þessa dags í viðskiptum sínum við fram-
andi þjóðir, erlent vald:
Menn fundu hvergi trafið hvíta, rauða,
sem táknar Lúters kristni og kóngsins mekt
og kátast blakti gfir Arasyninum dauða,
er búki sviptur saup hann hrím úr stráum
á septimo Novembris morgni gráum.
Það er ekki hægt að draga upp betri, áhrifameiri né
óvægilegri mynd af hörmungarmorgninum í Skálholti.
Jón biskup, sem var talinn skáld gott, myndi ekki hafa
verið fær um það sjálfur. Kvæðakveri Halldórs frá þjóð-
hátíðarárinu hefur ekki verið mikið á loft haldið, og
þó glitrar það spjaldanna á milli af þeirri gamansemi,
sem á rót sína í alvöru; fyrirbrigði, sem er fremur
óvenjulegt innan íslenzkra landsteina. Einu sinni hef
15'