Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Qupperneq 37
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
219
sá sóma sinn í því að veita hinni ungu hamhleypu á
skáldbrautinni fjárhagslegan styrk, sem ekki átti scr
fordæmi i allri íslands sögu, sérstaklega þeg'ar um jafn
ungan mann var að ræða. Erlendis notuðum við, sem
til þekktum, þessar gleðilegu staðreyndir til áróðurs
fyrir landið og fórum stórum orðum um frjálslyndi
fslendinga og rausn við upprennandi snillinga, — sem
og vert var.
Árið eftir kom út framhald sögunnar, Fuglinn í fjör-
unni, „pólitísk ástarsaga“, rituð í Leipzig — París —
Grindavík, sumarið 1931. Með þessu liafði Halldór Ivilj-
an lokið verki, þar sem gáfur lians nutu sín í fyrsta
sinn í slíku frjálsræði og sjálfræði, að frekar varð
ekki á kosið. Myndin af Sölku-Völku, — íslenzku eðli
í ömurleik úthjarans —, minnir helzt á myndastyttu
eftir Rodin. Mér finnst þessi konumvnd sambærileg
við liverja aðra, sem ég þekki, í hókmenntum lieimsins
— og ólíkt lifrænni og nær alþýðlegum skilningi en t.
d. Anna Karenina, sem nú er verið að troða með góðu
eða illu inn á hvert heimili í landinu. Ég taldi mér
það lieiður — fyrir utan ánægjuna — að vinna að því
að koma þessari hók (sögunum tveim, er um ævi Sölku
Völku fjölluðu) á eins gott danskt mál og mér frekast
var unnt. Enda var bókinni tekið með kostum og kynj-
um og hvergi um það rætt, að hún væri höfundinum
og því síður þjóðinni til vansa. Sagan var dæmd sem
listaverk, sem skáldsaga, eins og vera her. Danir eiga
ekki ósviplíkar lýsingar af eigin landshögum, en ég hef
aldrei heyrt þær taldar höfundunum til landráða. Enda
kvað á þeim árum við annan tón einnig hér á landi
og ekki hvað sízt hjá formanni liins svokallaða Mennta-
málaráðs, sem vegna þess álits, sem hann nýtur fyrir
sanngirni i hvívetna og geðprýði hefur verið fengið
fullveldi í menntamálum landsins og sérstaklega sett-
ur yfir skammtinn til listamanna og skálda. Um þýð-
ingu mina á Sölku Völku (það nafn hefur bókin hlotið
15*