Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Side 42
Arthur Lundkvist:
Halldór Laxness.
Halldór Laxness er öðruin fremur íslenzki nútíma-
rithöfundurinn. í honum lma andstæður, sem stöðugt
togast á, skapa sífellda spennu, og þess vegna kemur
hann mönnum þráfaldlega á óvart. Hann er íslend-
ingur með öllu, sem í þvi er fólgið: samruna við ó-
bliða náttúru og örðug þjóðfélagsskilyrði, aldagamla
menningu og erfðavenjur, og sifrjótt hugarflug sagna
og æfintýra. En um leið er hann nákunnugur nútíma-
háttum Vestur- og Austurlanda, heimsborgari i ríki
bókmennta, heimspeki og lífsskoðana. Hann er í rík-
um mæli gæddur eðli ljóðræns dulspekings, blöndnu
trúhneigð, en hann er líka raunsær og fylgir stundum
ströngustu reglum félagsfræðinnar út i æsar. Hann er
byltingarmaður i félagsmálum, formælandi raunhyggju
um skipan félags- og fjármála, en liann er einnig skáld
mannlegra tilfinninga liandan við allar fræðikenning-
ar, sem með taumlausu ímyndunarafli umskapar veru-
leikann að geðþótta sínum. Hann flytur jafnt Islendinga-
sögur og austræn æfintýri í nútímaumhverfi og bland-
ar þau beizku skopi. Allar þessar andstæður tekst hon-
um að steypa í eina heild með andlegu fjöri listar
sinnar, svifléttum en djarflegum stíl, þar sem meiri
rækt er lögð við hið einstaka en almenna, og lausbeizl-
aðri og ástríðumagnaðri orku imjmdunarafls síns.
Laxness er engan veginn torskilinn rithöfundur. Hann
á til eitthvað af léttleika og þoli þvi, sem einkennir
ýmsa málma nútímans. Töfrar hans eru einkum fólgnir
í fjörlegum upprunaleika og frjálsri hrvnjandi. .Tafnvel