Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 47
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
229
Önnur aðalsöguhetjan í báðum þessum bindum er
Ásta Sóllilja, elzta barn Bjarts, sem er þó í rauninni
ekki dóttir hans, en hann kallar lífsblómið sitt. Hún
er ólík Sölku. Það er eitthvað allt of viðkvæmt og veik-
geðja i sálarlifi liennar, og hún ber merki óblíðra
bernskukjara. Á unglingsaldri fær hún í fyrsta skipti
að fara með pahba sínum í kaupstaðinn. Hún er frá
sér numin og utan við sig af öllum þeim dásemdum,
sem þar gefur að líta, er um nóttina á gistihúsi með
föður sínum, þau sofa saman og hún leitar skjóls hjá
honum í umkomuleysi sínu. Þá hrindir hann henni allt
í einu liörkulega frá sér og rýkur upp úr rúminu og
út í náttmyrkrið. Henni finnst hún liafa aðhafzt eitt-
livað skelfilegt og skammarlegt, gróandi sjálfstrausl
hennar verður á svipstundu að engu, og angistin festir
rætur í huga liennar.
Fyrsta feimna ást hennar steytir síðan á steinvegg
stéttaskiptingarinnar. Ungur maður að sunnan kemur
til þess að veiða i vatninu í dalnurn og skjóta fugla,
en konan, sem hann sækist eftir, er ekki Ásta Sóllilja
með skökku aug'un og hjarta, sem herst eins og í fugli,
heldur lieimasæta niðri i sveitinni. Eftir verður aðeins
minningin um kumpánlegar samræður og fjarlægð hins
ókunna, um tóbaksilm og ótrúlega hvítar hendur. Hjá
Bjarti er sveitarkerling, sem heitir Friða. Með óskaji-
legum munnsöfnuði og himinlirópandi klögumálum á
kúgara og fólksniðinga verður hún til þess að opna
augu Ástu Sóllilju fyrir óbilgirni föður hennar. Þetta
er að sumarlagi, er þær standa í flánum á heiðinni,
raka rennvota Ijána í sífelldu regni, bugaðar ofurmagni
þreytu á líkama og sál. Svo verður henni sundurorða
við föður sinn, og hún fer að heiman. Henni farnast
illa í sambúð við skeytingarlausa menn, slítur sér út
á erfiðisvinnu, eignast börn, verður beizk í skapi, tærð
og kinnfiskasogin, tæringarhóstinn ætlar að gera út af
við hana, en að lokurn kemur hún aftur til Bjarts, glöt-