Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 52
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNIXGAR
unnar í draunileiðslu og hlustar á hljómana hið
innra. „Mannlífið er aukaatriði, næstum ekki neitt. Feg-
urðin er hið eina sem skiftir máli.“
Á vetrum kennir hann í samkomuhúsinu, sem varla
er fokhelt. Oddvitinn er nízkur á móinn, og börnin sí-
kvefuð. Þegar hann hefur haldizt þarna við í fimm ár,
finnst honum hann hafa sóað lífi sínu, fórnarlund lians
liafi leitt liann á glapstigu. Þá kemur til hans vitavörð-
ur með dóttur sína fjórtán ára, sem liann á að kenna
kristin fræði. Hún er stór, dökkhærð og holdug, eins
og striðalin skepna, kraftmikil af róðri og mjöltum.
Honum finnst broslegt að staglast á biblíusögum við
þessa stúlku, svo fullorðinslega og skynuga, og hún ber
litla virðingu fyrir kennara sinum. Þau fljúgast á, og
honum verður það á að gerast helzt til fjölþreifinn.
Og nú hefjast heilmikil réttarhöld, frábær skopsýning
á beitingu dóms- og framkvæmdarvaldsins í þessari
afskekktu byggð. Síðan er liann sendur einn sins liðs til
Revkjavikur til þess að taka þar út hegninguna. I fanga-
klefanum er hann að því kominn að týna trú sinni á
sólina, en skáldið Sigurður Breiðfjörð kemur af himn-
um ofan í gullreið sinni og boðar honum fund við konu,
sem nefnist Bera. Á heimleiðinni á skipinu heldur hann
sig hafa fundið hana, hreina og skæra ungmey, sem er
í fyrstu feimin við tilbeiðslu hans, en hverfur svo til
móts við hann. 1 henni hefur hann fundið fegurðina
holdi klædda. „Sérhvert afbrot er lcikur, allur harmur
léttbær hjá þvi að hafa uppgötvað fegurðina.41 Hún á
lieiina hinum megin við jökulinn, og nokkru síðar spyr
hann lát hennar. Hann gengur þá upp til jökulsins
saddur lífdaga.
Ilann er ofurlítið skoplegur, nokkuð afskræmisleg-
ur, en þó einkum brjóstumkennanlegur, þetta snauða
alþýðuskáld. Hann er leiksoppur lífsins, skortir þrótt
til þess að verða sá, er hann helzt kýs, verður fórnar-
lamb sinnar eigin samúðar með öllum, sem eiga bágt