Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 63
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
245
kött, hlunkaði á hann uppi á grjótgarði, þar sem hann
var að háma í sig oblátur, ungi glókollur, ungi dún-
posi. Það var fressköttur biskupsins, en þú mátt ekki
segja neinum frá því; hann var nefnilega ættaður frá
Jerúsalem.
Ég tvisteig fyrir framan liann með sætbeiskan keim
uppi í mér og ætlaði að spj7rja, hvaða biskup hefði átt
liinn tiginborna, grábröndótta fresskött, þegar faðir
minn tók til máls. Á hvaða leiðum eru mennirnir?
sagði hann.
Ja, þessi þarna gengur á guðsvegum, svaraði velgerð-
armaður minn og henti á liinn dimmraddaða. Og ég
þorði ekki annað en slást i fylgd með honum, til þess
að villast ekki, hahaha! Hann hefur verið í Ameríku.
Hinn dimmraddaði lióf upp augnalokin og stakk hinu
alvörugefna tilliti sínu inn i brjóst föður míns. Rétt er
það, mælli hann stillilega. Ég lief verið í Ameríku um
tíma, en ekki til þess að græða fé eða leita að þessa
lieims gæðum, því að guð hafði frelsað mig, löngu áð-
ur en ég fór þangað. Ég var kristniboði í Ameriku.
Það kom upp úr kafinu, að næturgestirnir voru háð-
ir einskonar fulltrúar menningarinnar í lieiminum, en
liöfðu jafnframt þá áráttu að gleðja fólk i afskekkt-
um sveitum fyrir jólin. Hinn dimmraddaði staðfesti
hjartagæzku sina og trúarstvrk með því að selja hibl-
iur við vægu verði, litprentaðar helgimyndir og ýmis-
konar ódýrt guðsorð. Velgerðarmaður minn kvaðst
hinsvegar vera algerlega laus við ákveðnar skoðanir
í trúmálum; að vísu hefði hann einu sinni drukkið
þrjár flöskur af messuvíni, keypt hempu af hlindfull-
um presti og selt hana sundurskorna sem peysufata-
efni handa dóttur forsætisráðherrans; en umhyggju sina
fyrir velferð barnanna sannaði hann með því að bjóða
þeim allskonar leikföng, — kannski fólkið vilji skoða
dótið okkar strax? sagði hann.
Ég leit eldsnöggt til föður míns, kafrjóður og eftir-