Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 65
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
247
honum og horfði á hann með opin munn. Hann lilaul
að vila allt.
Iivað segir þú, snillingur, dúnposi, glókollur? spurði
hann glaðklakkalega og kingdi heilli lundabaggasneið,
svo að harkakýlið hoppaði á hálsinum.
Hefurðu nokkurn tíma verið i Konstantínópel? spurði
ég lágt, því að systir mín stóð í dyrunum og starði al-
varlega á mig, eins og hún vildi ávíta mig fyrir fram-
hleypnina.
Hvort ég' hef! svaraði hann og rak upp skellihlátur.
Ég flaugst á við liundtyrkjann dag og nótt, barði sold-
áninn og flengdi furstana, eyðilagði kvennabúrin og
tæmdi ámurnar, setti fjörutíu verzlanir á hausinn og
reytti allar fjaðrirnar af páfagaukunum!
Mér leizt ekki á blikuna. Eftir þessu að dæma, var
lítið um dýrðir lengur í hinni fjarlægu borg. Mér liafði
aldrei komið til hugar, að slíkar róstur gætu átt sér
stað í Konstantinópel. Mér fannst jafnvel varhugaverl
að fara þangað með foreldra mína og systur; ef til vill
yrði ég ofurliði borinn, þótt ég sveiflaði korðanum og
væri fær í flestan sjó.
Eru engar gráfíkjur þar? spurði ég milli vonar og ótta.
Jújújú, gráfíkjur, döðlur og rúsinur, appelsínur, epli
og sveskjur, laufabrauð, kleinur og lummur, ungi vin-
nr, nngi spekingur. Maður þarf ekki að gera neitt, bara
éta og sofa.
Það hýrnaði yfir mér. Ég færði mig enn nær hon-
og spurði: En stjörnurnar? Eru þær líka í Konstan-
tínópel?
Jú, mikil ósköp! Fullt af stjörnum, gulum og rauð-
um, grænum og bláum, jájá, fullt af allavega litum
stjörnum.
Heldurðu, að ég geti nokkurntima farið þangað? hvísl-
aði ég ofurlágt.
Tja, því ekki það? sagði hann og kinkaði kolli, tók