Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 67
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
249
óskir lijartans og bað guð í liimnariki að láta kristni-
boðann braða sýningunni.
Nei, sagði faðir minn og liristi höfuðið. Við eigum
biblíuna og sálmabókina. Hann benti upp á litlu liill-
una fyrir ofan rúmið sitt. Við þurfum ekki að kaupa
biblíuna og sálmabókina.
Assvítans sorgmæði, sagði kristniboðinn og tíndi æ
meira guðsorð upp úr ólapokanum. Ný búslestrarbók?
Kostar átta krónur.
Nei, sagði faðir minn. Við eigum Jónsbók og Péturs-
postillu, en auk þess bugvekjur séra Páls. Hann benti
aftur upp á hilluna.
Passíusálmarnir með nótum? Ivosta tvær krónur og
fimmtíu aura.
Foreldrar mínir þögðu drvkklanga stund, en svstir
mín leit forvitnislega á bókina í höndum kristniboð-
ans. Augu lians bvörfluðu ýmist upp i gulnaða skar-
súðina eða framan í föður minn.
Passísálmarnir með nótum. Nauðsvnlegir á hverju
heimili, endurtók hann og brýndi röddina. Litla heima-
sætan þarf endilega að eignast þá. Kosta aðeins tvær
krónur og fimmtíu aura.
Nei, sagði faðir minn dálítið liikandi. Við liöfuin eng-
in not af nótunum. Við eigum ekkert orgel.
Assvítans sorgmæði, sagði kristniboðinn. Hrukkan á
enni lians dýpkaði, eins og hann væri að leita nýrra
raka. Ja, liver veit nema þið eignizt orgel einhvern
tíma? liélt hann áfram og ljómaði allur í framan. Og
þá er gott að eiga Passíusálmana með nótum.
Nei, sagði faðir minn og bló kuldalega. Það árar ekki
til orgelkaupa núna!
Menn eiga ekki að vera skannnsýnir og miða allt
við líðandi stund, sagði kristniboðinn og lét tillil sitl
smjúga inn í föður minn. Mér er kunnugt um það, bóndi
sæll, að ullin hækkar í verði bráðum; kjötið liækkar
líka í verði; það kemur kannski nýtt stríð og afkoma
17