Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 71
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
253
ur. Hún horfði á hina björtu dýrð köldum og ástriðu-
lausum augum, eins og þegar maður virðir fj'rir sér
fagran burnirótarbrúsk á syllu óklífandi hamars. Faðir
minn varð enn hrúnaþvngri og harðsnúnari í framan,
en móðir mín hélt á mj'ndinni af góða liirðinum og
starði blíðlega á mig. Ef til vill sá hún, að ég harðist
við grátinn, ef til vill grunaði hana hinar leyndu ósk-
ir hjartans.
Pabbi, sagði hún og benti á mig. Hann verður að
fá eitthvað lika. Hann er bara sjö ára gamall.
Faðir minn linyklaði brýnnar enn meira og beygði
sig niður. Hvað kostar þetla? spurði liann og tók lit-
inn fugl í lófa sinn.
Þrjátíu og finnn aura.
Ætli ég verði ekki að fá þetta prjál handa strákn-
um, sagði hann og gróf budduna aftur upp úr höfða-
laginu, leysti þvengina aftur utan af henni, þrýsti aft-
ur nögl þumalfingurs á látúnssmelluna og lagði síðan
þrjátíu og finnn aura á borðið.
Ég hljóp upp um hálsinn á honum og hvíslaði: Má
ég kaupa fyrir ullarpeningana mína núna?
Nei, svaraði liann reiðilega, en beindi því næst orð-
uin sínum að galdramanninum: Ég mælist til þess, að
þú látir þetta bölvað skran ofan í föggur þínar. Ann-
ars verða krakkarnir vitlausir!
En ég gat ekki sofnað um kvöklið. Ég lá lengi vak-
andi og lmgsaði um stjörnutækið. Ég fann, að ég yrði
alltaf óhamingjusamur, ef ég eignaðist það ekki. Ilvort
það væri ekki munur að Iiafa þennan kynjagrip, þeg-
ar byljirnir æddu yfir þakið og fönn hyldi gluggann
eða þegar regnið bvldi á rúðunum og myrkrið fylíti
baðstofuna! Hvort það væri ekki munur að tendra skær
leiftur á kvöldvökunni í staðinn fyrir að tvinna á snældu!
Ég hlustaði á hinn framandi andardrátt í gestarúminu:
kristniboðinn liraut, en galdramaðurinn púaði. Svefn-
Iiljóð þeirra voru eins konar tákn um nálægð heims-