Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Blaðsíða 74
256
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Þeir gleymdu, þeir gleymdu .... laug ég í fáti og
tók til fótanna.
Ég' náði þeim liak við túnhólinn, þar sem þeir voru
komnir í livarf frá bænum. Þeir mösuðu og hlógu, virt-
ust gleðjast í sameiningu, eins og kunningsskapur þeirra
væri orðinn miklu nánari og innilegri en í gærkvöldi.
Hæ, ungi vinur! Hvað vilt þú? spurði velgerðarmaður
minn forviða og hóf upp aðra augnabrúnina, en lét
hina siga.
Ég ætla að kaupa stjörnurnar í Konstantinópel, más-
aði ég og opnaði lófann, sýndi lionum peningana i lóf-
anum.
Kaupa? Kaupa? Þetta grunaði mig, ungi dúnposi, ungi
snillingur! Þú ert alveg eins og' ég var á þínum aldri,
hihi!
Hann hló hjartanlega og leysti í flýti frá ólapokan-
um sínum, en kristniboðinn glotti.
Hérna kemur það, hetjugosamullukarlinn minn! Tutt-
ugu og fimm stjörnur frá Konstantínópel! Tuttugu og
fimm stjörnur frá soldáninum! En áttu nóga aura til
að horga? Ein króna — tvær krónur — og fimmtíu —
alveg rétt! Þú skalt liara tala við sýslumanninn, þeg-
ar þú leggur af stað. Segja sýslumanninum, að sold-
áninn hafi g'ert boð eftir þér til þess að brenna revk-
elsi i kvennabúrunum og skera líkþornin af maddöm-
unni, hihi!
Hann rétti mér stjörnutækið, en renndi ullarpening-
unum mínum ofan í brjóstvasann á jakkanum sínum,
klappaði mér á kollinn, hristi mig svolitið og brosti.
Vertu blessaður og sæll, ungi maður, ungi vinur! sagði
hann og blístraði einkennilega, við sjáumst seinna.
Heyrðu, sagði kristniboðinn. Áttu meiri aura?
Nei, svaraði ég lágt.
Jæja, þá þýðir ekki að sýna þér biblíumyndir.
Þeir gengu af stað, en ég stóð grafkvrr nokkra stund
í köldu hrimlofti skammdegismorgunsins, viðutan af