Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 80
Guðmundur Böðvarsson:
í vor.
/ nótt urðu allar (jrimdir grænar i dalnum.
því gróðursins droltinn
kom sunnan af hafi og hafði um langvegu sótt.
Og fljótið strauk boganum blítt gfir fiðlustrenginn
og bláar, dúnmjúkar skúrir liðn gfir engin
i nótt.
Ó, börn, mælti jörðin á svifi i sumarsins skýjum,
nú fer sólin að skína;
ó, munið að vera ekki deilu- og drottnunargjörn.
llver kenndi gður, smávinir, misskipting mömmunnar gjafa
og að metast til dauða um hvern blett minna landa og hafa?
ó, börn!
t>ann draum hef ég elskað að varðveita börn mín og blómstur
í blessun og friði
stutt augnablik þeirra við eilifðarhafsins straum,
með jafnháum rétti til vaxtar i vorinu bjarta,
frá vöggu til moldar ég gaf hverju óspilltu hjarta
þann draum.
Svo góð er sú móðir hins skammvinna lífs, er vér lifum
í Ijósi og skugga.
í perludúk gróðursins þerrar hún barnanna blóð
ógæfusömust af öllum himinsins stjörnum,
en aldrei var samt nokkur móðir jafn frávita börnum
svo góð.