Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Síða 83
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
2G5
einnig vakið rísandi öldu skapandi athafna og
eflt l)ál djarfra hugsana. Þjóðir okkar finna ekki til
ótta í þessu stríði. Þúsundir hetja ganga fram til bar-
daga fyrir land sitt, án þess að skeyta um líf sitt, og
berjast með hugrekki og óttaleysi, sem vekur furðu og
aðdáun um allan beim. A vígvellinum, í fremstu víg-
línu og að baki bennar, sýna þjóðir lands vors ekki ein-
asta frábært siðferðisþrek, hugrekki og liollnustu, beld-
ur einnig undraverðan kraft skapandi anda og skipu-
lagningar. Og þessi kraftur þeirra gerir okkur þess full-
viss, að bvaða reynslu, sem við verðum að ganga í gegn-
um, hversu miklar byrðar styrjaldarinnar, sem lagð-
ar verða okkur á lierðar, þá munum við standa undir
því öllu, berjast og yfirstíga alll, og að lokum koma úr
eldrauninni sem sigurvegarar. Hin stolta rússneska þjóð,
sem aldrei áður liefur gefizt upp, mun standast öll á-
hlaup, alla reynslu stríðsins, og vinna sigur.
Þjóð, með skapandi mátt og skipulagningu, eðlisvitur
þjóð og þolgóð, hefur verið reitt til reiði og leggur fram
alla snilld sína og hyggindi, vísindi, skarpskyggni og
bugkvæmni í baráttunni gegn fjandmönnunum. Á okk-
ur listamönnunum, börnum þjóðar, sem befur alið okk-
ur og' fóstrað, hvílir skylda, umfangsmeiri en svo, að
við liöfum enn til fulls gert okkur grein fyrir benni.
Orð skáldanna og ritböfundanna verða að vera eins lieit
og bráðinn málmur, eins bitur og' sverð stríðsmanns-
ins, eins bnitmiðuð og skot leyniskyttunnar. Mynd mál-
arans á að vera eins sönn og hrein og samvizka livers
beiðarlegs sonar þjóðar vorrar, eins fögur og aðeins
æskan getur verið. Tónsmíðar tónskálda okkar verða
að vera jafn óflekkaðar og sálir fólksins, aldar upp
í liugmyndakerfi beiðurs og göfuglyndis. Með öllum
þeim meðulum, sem listamennirnir bafa yfir að ráða,
verðum við að efla bjá þjóðinni trúna á sigurinn í ætl-
unarverki bennar, efla kraft liennar og' sameina liana
til betjulegra átaka í stríðinu og í starfinu.
18