Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 92
274 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sigur mannsins, þrátt fyrir allar afneitanir. Ég skil Stein Stein- arr svo, að í bölsýniskvæðum sínum sé hann einmitt að byggja upp stig af stigi trú sína á lífið og mennina og trú sína á sjálf- ari sig. Og í þessari nýjustu bók sinni rís hann sem jákvæður, sterkur persónuleiki, sterkur vegna þess, að hann hefur glímt við efasemdir og sigrazt á þeim. Þessum skilningi til staðfest- ingar nefni ég ádeilukvæði hans, sem taka munu um helming rúms í bókinni. Þar er Steinn það skáldið, er ineð skapdýpt, sterkum sjálfsþótta, næmri viðkvæmni gefur snöggt, hnilmiðað og hárbeitt andsvar hverri móðgun við stríðandi lífsþrá mannsins. Styrkur Steins liggur í því, hve hugrakkur og nýr hann er. Hann virðist lítið hafa hirt um ljóð sín, hvort nokkur las þau eða ekki né mat þau nokkurs. Hann gaf sjálfur út fyrstu ljóða- bók sína, sá naumast um að koma henni í verzlanir í Reykja- vik, hvað þá áhugi hans hrykki til að senda liana úr bænum. Hann bjóst vist ekki við mikilli áheyrn og hlaut hana ekki held- ur mikla. En ljóð hans voru samt lífsbarátta hans og sigurvopn. Og hann hélt áfram að ydda og skerpa þetta vopn og finna því nýja gerð. Áreiðanlega hefur hann brotið talsvert heilann um tækni ljóðagerðar og kynnt sér eitthvað nýjustu erlendu ljóða- gerð. En bezt kom Steini meðfæddur hæfileiki til að sjá hlut- ina nakta, sjá þá afhjúpaða ytra tildri, skynjunargáfan dýrmæta. sem beztu skáldin fá í vöggugjöf. Öldin var lokin i skurn hræsni og lyga, hugtökin útþvæld, umhverfð eða login, tistin í gyiling- arhjúpi orðskrúðs og prjáls. Inn úr þessu hismi aldarinnar og hismi orðanna og formsins varð sá að komast, er sigra vildi og iifa. Það varð þrá Steins, eins og margra förunauta hans í skáldahópi, og þess vegna varð hann að finna sér nýtt form. Hann yrkir eingöngu stutt kvæði, ýmist rímlaus eða lausrímuð, leggur alla áherzluna á byggingu þeirra, að þau túlki eina liugs- un og utan um þá hugsuii séu engir vafningar, heldur sé hún hið einbeitta markmið kvæðisins og bygging kvæðisins miði að því einu að draga áhrif hennar i einn brennidepil og gera þau eftirminnileg. Þetta einfalda form Steins, sem er ætlað að vera markvissu eins og skoti góðrar leyniskyttu í nútíma hernaði, er sigurvopn lians og nýjung i íslenzkri ljóðagerð þessarar aldar. Þó að ljóð hans þættu í fyrstu óásjáleg og líkust ráðgátum, eiga þau eftir að vinna land og önnur skáld að læra af stíl þeirra. Steinn hefur aðeins gefið út fjórar Ijóðabækur og er ungt skáld. Oft hefur kennt nokkurs kæruleysis hjá honum við útfærslu ljóðanna, í vöndun orðavals og fágun eða meitlun liendinga. Hann á eflaust eftir að sniða betur til og fullkomna það ljóða- form, er hann hefur tamið sér, og jafnframt að gefa kvæðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.