Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1942, Page 98
280 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ar bœkur Þórbergs eru? Hafa menn lesið þœr nógu oft og vel? Við fjórða og finnnta lestur er horfin öll truflandi nálægð, þá njóta þær sin, — ekki sem ævisaga ákveðins manns, er segir frá ákveðnum atburðum og persónum, heldur sem ótímabundin iist. Ég geri þá játningu, að ég er orðinn óþolinmóður eftir þvi að fá framhald þessara bóka. Það væri ómetanlegt tjón, ef Þór- bergu héldi ekki þessu verki sínu sem lengst fram. Það er kjör- ið til að verða hans mesta æviafrek, hvergi getur hann notið sín betur, hvergi á hann frjálsara svigrúm, þar fer gæðafák- urinn hans góði á öllum sínum kostum. Síðan síðara bindi Of- vitans kom út, hefur Þórhergur sent frá sér nýja útgáfu af Hvít- um hröfnum, ljóðmælum sínum, er birtust áður 1924, og vökti, þá mikla athygli og aðdáun. Síðari útgáfunni hefur verið dauf- Iegar tekið, Ijóðin finna ekki sama hergmál nú og þá. Er slíkt skiljanlegt, því að höfuðgildi þeirra var nýjungin, ferskleik- inn, en nú hafa þau unnið sitt hlutverk sem gerill nýrra mynd- ana í ljóðakveðskap þjóðarinnar. En siðari útgáfunni lét Þór- bergur fylgja skýringar, sem margar hverjar eru bráðsnjallar og skemmtilegar. A sumum stöðum i Eddu sinni (svo nefnir hann þessa útgáfu) leikur gamansemi hans frjálsara flugi en nokkru sinni endranær, t. d. i æfintýrinu um Tummu Kukku. Edda Þórbergs er bók, sem gaman var að fá inn á milli stærri verka hans. Helzti ljóður er á hókinni, að Þórbergur gerir víða í skýringum sínum (í ganini og alvöru) meira úr gildi kvæð- anna en efni standa til, lesandinn fær á tilfinninguna, að verið sé að berja í bresti þeirra. Eddu Þórbergs gátu menn á vissan hátt fagnað. Hún er að minnsta kosti blóð af hans blóði. En í stað þess að halda áfram „ævisögu“ sinni, er svo snilldarlega hófst með íslenzkum aðli og Ofvitanum, kom í haust frá hendi Þórbergs Indriði miðill, dálítill bæklingur, teygður á rúmar hundnið síður, og gerður sem stærstur fyrirferðar með því að prenta hann á spjöld. Inni- hald þessa bæklings er ekki nein leið að gera að alvarlegu umtalsefni. Það eru einhverjar furðusagnir af Indriða miðli, draugagangur á hástigi, brambolt, áflog, hendingsflug á húsgögn- um, koppum og kyrnum, andköf, ryskingar, hryglur, óhljóð, böl- bænir, belzt ekki við annað að líkja en maður sé kominn á vit- lausraspítala innan um óða menn. Við þessu væri ekkert að segja, ef undrin fengju i friði að vera undur. En frásagnarmaðurinn eða einkum skrásetjarinn Þórbergur virðist i fullri alvöru líta á þessi kyrnuköst sem eins konar opinberanir úr öðrum heimi eða sannanir, ég veit ekki fyrir hverju, en ætli þó ekki helzt lífi eftir dauðann eða því um líku, og er skrásetjarinn þvi ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.